10 ályktanir sem hægt er að draga af fréttum um gervitúlkinn Graham Turner skrifar 17. desember 2013 08:37 Kynni almennings af táknmálstúlkum náðu nýjum hæðum í liðinni viku þegar Thamsanqa Dyantyi, Suður-Afríkumaðurinn sem birtist á sviðinu við minningarathöfn Nelsons Mandela í Soweto, varð frægasti táknmálstúlkur veraldar. Það er bara eitt pínulítið smáatriði – Dyantyi er líklegast ekki táknmálstúlkur. Hann notaði ekki suður-afrískt táknmál. Í rauninni notaði hann ekkert táknmál. Það sem frá honum kom var 100% bull. Heimspressan hefur notið þess að smjatta á fréttinni. Dyantyi hefur reynt að snúa sig út úr vitleysunni. Hann sagðist hafa verið heltekinn geðklofa sem birtist honum í englum. Ekki eru allir sannfærðir um þá útskýringu. Yfirvöldum hefur ekki tekist að útskýra veru hans á senunni. Það sem meira er, þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Dyantyi hefur sést við störf utan getu. Það er augljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessari sögu. En hvaða áhrif hefur þetta? Hér eru tíu ályktanir sem heimurinn getur dregið af sögunni af „táknmálsskúrkinum“:Það að veifa höndunum í kringum sig er ekki að tala táknmál. Táknmál eru tungumál sem byggja á málfræðilegum grunni, flókin kerfi eins og öll önnur tungumál mannsins. Ekki er hægt að koma frá sér merkingarbærri heild án kunnáttu – og ekki síður mikilvægt er að ekki er hægt að skilja táknmál án kunnáttu í því.Ef þú kannt ekki táknmál en þarfnast túlkunar, þá þarft þú að geta gengið að öruggri aðstoð. Túlkun er ekki leikur: hún ætti að vera unnin á faglegum nótum. Í liðinni viku sáum við stórkostlega móðgun við döff fólk (táknmálstalandi einstaklinga) í heiminum, en það dó þó enginn. Á hverjum degi um allan heim leiðir léleg túlkun til lélegs námsárangurs, fangelsunar, atvinnuleysis og heilsutjóns. Þetta verður að stöðva.Án viðunandi þjálfunar, eftirlits og reglna getur fólk og mun nýta þau tækifæri sem bjóðast. Jafnvel í landi eins og Bretlandi, þar sem táknmálstúlkun hefur verið viðurkennd starfsgrein síðan á níunda áratug síðustu aldar, má finna tungulipra tækifærissinna sem geta kjaftað sig út úr því sem þeir geta ekki táknað. Ef þú kannt ekki táknmál gætu þeir virkað einstaklega trúverðugir, en samt verið tómt fals. Besta leiðin til að láta ekki blekkjast er að þurfa ekki að giska.Þessi uppákoma er bara heimspressuútgáfan af falsspámönnum sem þykjast heyrnarlausir og blekkja með því peninga út út fólki á förnum vegi. Þetta er gömul saga í nýjum búningi, að nýta þörf yfirvalda til að líta pólitískt rétt út gagnvart almenningi. Þeir halda að þeir komist upp með hvað sem er, þar sem enginn muni taka eftir því eða kvarta.Og þetta er rétt hjá þeim: heyrandi fólk sér ekki gegnum blekkinguna og hunsar of oft umkvartanir döff fólks – um túlkun eða hvað sem er. Þetta verður einnig að stöðva. En bíddu nú við, þetta eru bara fimm ályktanir?! Hér eru fimm til viðbótar, en takið eftir: þetta eru ályktanir sem mörgum fyndist auðvelt að draga, en sem fólk ætti að forðast.„Það er alltaf hægt að treysta döff fólki til að sannreyna hver sé góður túlkur“. Augnablik. Döff fólk getur séð hverjir eru fullfærir í táknmáli og það veit hverjum er hægt að treysta og virða – þetta er afar mikilvægt. En þegar verið er að meta hvort einhver flytji merkingu á milli mála þarf viðkomandi að hafa aðgang að báðum málunum. Það er ekki hægt að meta túlkunina á þess að skilja bæði málin.„Það er of mikil áhætta fólgin því að panta túlk, svo við skulum hætta því“. Þrátt fyrir áhættuna (og hún er raunveruleg) hafa lífsskilyrði döff fólks batnað vegna góðrar túlkunar. Formaður Félags heyrnarlausra í Finnlandi, Liisa Kauppinen, hlaut Mannréttindaverðlaun Sameinuðu Þjóðanna 2013 sama dag og minningarhátíðin um Nelson Mandela var haldin. Hennar afrek hefðu verið ómöguleg ef ekki hefði verið fyrir frábæra táknmálstúlkun. Það mikilvæga er að gæðin skipta máli: skrauttúlkun án þekkingar er hreinlega skaðleg.„Táknmálstúlkum er ekki treystandi“. Þetta er rangt – en það ætti ekki að taka alla trúanlega sem segjast vera táknmálstúlkar. Það sem skiptir máli er að hafa sterka og trausta leið til að greina gimsteinana frá eftirlíkingunum.„Eftir þessa opinberun er meðvitund almennings og viðurkenning gagnvart táknmáli tryggð“. Stilltu þig, gæðingur! Ekki láta strax fara of vel um þig. Þessi skyndilegi áhugi heimspressunar gefur okkur tækifæri á því að krefjast betrumbóta og að auka kröfurnar alls staðar – en það gerist ekki af sjálfu sér. Um allan heim þarf fólk að sameinast í því að styrkja stöðu táknmála sinna landa.„Það sama gæti gerst hér“. Þótt grímulausir falsspámenn eins og hér um ræðir séu sjaldgæfir, þá getur hvaða döff manneskja sem er því miður sagt frá fjöldanum öllum af sjálfsöruggum fúskurum sem jafnvel lifa á því að túlka við aðstæður langt yfir eigin getu. Þannig er staðan um allan heim. Það sem verra er, er að þetta gerist með samþykki yfirvalda sem borga reikningana án þess að taka ábyrgð á gæðunum. Við verðum að láta þau axla þá ábyrgð. Thamsanqa Dyantyi er Suður-Afríkumaður, en umræðan sem hann hefur vakið tekur til alls heimsins. Dauði Nelsons Mandela hefur haft óvænt áhrif, eins og Mandela sagði sjálfur: „Það er alltaf rétti tíminn til að gera hið rétta“.Höfundurinn, Graham Turner er dósent þýðinga- og túlkunarnáms við Heriot-Watt háskólann í Edinborg. Um þessar mundir leiðir hann teymi sem stýrir fyrstu námskeiðum í bresku táknmáli á háskólastigi í Skotlandi. Þýðandi: Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kynni almennings af táknmálstúlkum náðu nýjum hæðum í liðinni viku þegar Thamsanqa Dyantyi, Suður-Afríkumaðurinn sem birtist á sviðinu við minningarathöfn Nelsons Mandela í Soweto, varð frægasti táknmálstúlkur veraldar. Það er bara eitt pínulítið smáatriði – Dyantyi er líklegast ekki táknmálstúlkur. Hann notaði ekki suður-afrískt táknmál. Í rauninni notaði hann ekkert táknmál. Það sem frá honum kom var 100% bull. Heimspressan hefur notið þess að smjatta á fréttinni. Dyantyi hefur reynt að snúa sig út úr vitleysunni. Hann sagðist hafa verið heltekinn geðklofa sem birtist honum í englum. Ekki eru allir sannfærðir um þá útskýringu. Yfirvöldum hefur ekki tekist að útskýra veru hans á senunni. Það sem meira er, þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Dyantyi hefur sést við störf utan getu. Það er augljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessari sögu. En hvaða áhrif hefur þetta? Hér eru tíu ályktanir sem heimurinn getur dregið af sögunni af „táknmálsskúrkinum“:Það að veifa höndunum í kringum sig er ekki að tala táknmál. Táknmál eru tungumál sem byggja á málfræðilegum grunni, flókin kerfi eins og öll önnur tungumál mannsins. Ekki er hægt að koma frá sér merkingarbærri heild án kunnáttu – og ekki síður mikilvægt er að ekki er hægt að skilja táknmál án kunnáttu í því.Ef þú kannt ekki táknmál en þarfnast túlkunar, þá þarft þú að geta gengið að öruggri aðstoð. Túlkun er ekki leikur: hún ætti að vera unnin á faglegum nótum. Í liðinni viku sáum við stórkostlega móðgun við döff fólk (táknmálstalandi einstaklinga) í heiminum, en það dó þó enginn. Á hverjum degi um allan heim leiðir léleg túlkun til lélegs námsárangurs, fangelsunar, atvinnuleysis og heilsutjóns. Þetta verður að stöðva.Án viðunandi þjálfunar, eftirlits og reglna getur fólk og mun nýta þau tækifæri sem bjóðast. Jafnvel í landi eins og Bretlandi, þar sem táknmálstúlkun hefur verið viðurkennd starfsgrein síðan á níunda áratug síðustu aldar, má finna tungulipra tækifærissinna sem geta kjaftað sig út úr því sem þeir geta ekki táknað. Ef þú kannt ekki táknmál gætu þeir virkað einstaklega trúverðugir, en samt verið tómt fals. Besta leiðin til að láta ekki blekkjast er að þurfa ekki að giska.Þessi uppákoma er bara heimspressuútgáfan af falsspámönnum sem þykjast heyrnarlausir og blekkja með því peninga út út fólki á förnum vegi. Þetta er gömul saga í nýjum búningi, að nýta þörf yfirvalda til að líta pólitískt rétt út gagnvart almenningi. Þeir halda að þeir komist upp með hvað sem er, þar sem enginn muni taka eftir því eða kvarta.Og þetta er rétt hjá þeim: heyrandi fólk sér ekki gegnum blekkinguna og hunsar of oft umkvartanir döff fólks – um túlkun eða hvað sem er. Þetta verður einnig að stöðva. En bíddu nú við, þetta eru bara fimm ályktanir?! Hér eru fimm til viðbótar, en takið eftir: þetta eru ályktanir sem mörgum fyndist auðvelt að draga, en sem fólk ætti að forðast.„Það er alltaf hægt að treysta döff fólki til að sannreyna hver sé góður túlkur“. Augnablik. Döff fólk getur séð hverjir eru fullfærir í táknmáli og það veit hverjum er hægt að treysta og virða – þetta er afar mikilvægt. En þegar verið er að meta hvort einhver flytji merkingu á milli mála þarf viðkomandi að hafa aðgang að báðum málunum. Það er ekki hægt að meta túlkunina á þess að skilja bæði málin.„Það er of mikil áhætta fólgin því að panta túlk, svo við skulum hætta því“. Þrátt fyrir áhættuna (og hún er raunveruleg) hafa lífsskilyrði döff fólks batnað vegna góðrar túlkunar. Formaður Félags heyrnarlausra í Finnlandi, Liisa Kauppinen, hlaut Mannréttindaverðlaun Sameinuðu Þjóðanna 2013 sama dag og minningarhátíðin um Nelson Mandela var haldin. Hennar afrek hefðu verið ómöguleg ef ekki hefði verið fyrir frábæra táknmálstúlkun. Það mikilvæga er að gæðin skipta máli: skrauttúlkun án þekkingar er hreinlega skaðleg.„Táknmálstúlkum er ekki treystandi“. Þetta er rangt – en það ætti ekki að taka alla trúanlega sem segjast vera táknmálstúlkar. Það sem skiptir máli er að hafa sterka og trausta leið til að greina gimsteinana frá eftirlíkingunum.„Eftir þessa opinberun er meðvitund almennings og viðurkenning gagnvart táknmáli tryggð“. Stilltu þig, gæðingur! Ekki láta strax fara of vel um þig. Þessi skyndilegi áhugi heimspressunar gefur okkur tækifæri á því að krefjast betrumbóta og að auka kröfurnar alls staðar – en það gerist ekki af sjálfu sér. Um allan heim þarf fólk að sameinast í því að styrkja stöðu táknmála sinna landa.„Það sama gæti gerst hér“. Þótt grímulausir falsspámenn eins og hér um ræðir séu sjaldgæfir, þá getur hvaða döff manneskja sem er því miður sagt frá fjöldanum öllum af sjálfsöruggum fúskurum sem jafnvel lifa á því að túlka við aðstæður langt yfir eigin getu. Þannig er staðan um allan heim. Það sem verra er, er að þetta gerist með samþykki yfirvalda sem borga reikningana án þess að taka ábyrgð á gæðunum. Við verðum að láta þau axla þá ábyrgð. Thamsanqa Dyantyi er Suður-Afríkumaður, en umræðan sem hann hefur vakið tekur til alls heimsins. Dauði Nelsons Mandela hefur haft óvænt áhrif, eins og Mandela sagði sjálfur: „Það er alltaf rétti tíminn til að gera hið rétta“.Höfundurinn, Graham Turner er dósent þýðinga- og túlkunarnáms við Heriot-Watt háskólann í Edinborg. Um þessar mundir leiðir hann teymi sem stýrir fyrstu námskeiðum í bresku táknmáli á háskólastigi í Skotlandi. Þýðandi: Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar