BMW i3 klikkar á árekstrarprófi NCAP Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 11:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3. Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent
Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent