Bílasala 40% minni í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 13:30 Toyota Yaris var söluhæsti bíll nóvembermánaðar en 22 slíkir seldust hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu hefur sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30. nóvember dregist saman um 5,4% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6.984 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 402 bíla miðað við sama tímabil árið 2012. Frá 1. nóvember til 30. nóvember sl. voru nýskráðir 299 fólksbílar og er það fækkun um 197 bíla, eða 39,7% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur sala á nýjum bílum dregist verulega saman og ljóst er að árið mun valda miklum vonbrigðum hvað varða sölu nýrra bíla. Bílafloti landsmanna heldur áfram að eldast og erum við komin með einn elsta bílaflota í Evrópu sem ekki getur talist eftirsóknarvert með tilliti til mengunar og öryggis. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent
Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu hefur sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30. nóvember dregist saman um 5,4% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6.984 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 402 bíla miðað við sama tímabil árið 2012. Frá 1. nóvember til 30. nóvember sl. voru nýskráðir 299 fólksbílar og er það fækkun um 197 bíla, eða 39,7% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur sala á nýjum bílum dregist verulega saman og ljóst er að árið mun valda miklum vonbrigðum hvað varða sölu nýrra bíla. Bílafloti landsmanna heldur áfram að eldast og erum við komin með einn elsta bílaflota í Evrópu sem ekki getur talist eftirsóknarvert með tilliti til mengunar og öryggis.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent