Viðskipti innlent

Segja skuldaaðgerðir auka hagvöxt

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á húsnæðisskuldum munu væntanlega auka nokkuð við hagvöxt á komandi árum. Þá vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þær hafa á hreina eignastöðu heimilanna og ráðstöfunartekjur og þar með einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna. Þetta kemur fram í  Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

„Þær  er þó einnig líklegar til að hafa hliðarverkanir í för með sér og valda nokkru meiri og þrálátari verðbólgu en ella næstu ár og hærri vöxtum. Þær gætu þá einnig veikt krónuna m.a. vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem þær hafa á viðskiptajöfnuð.“

Einnig segir að aðgerðirnar gætu orðið til þess að auka við útgáfu ríkisbréfa á næstu árum og að óvíst sé  með áhrif þeirra á lánshæfimat ríkisins. „Fyrirkomulag aðgerðanna, þar sem áhrifum þeirra er að hluta dreift á fjögurra ára tímabil, er hins vegar til þess fallið að draga úr hliðarverkunum þeirra á næstunni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×