Mercedes Benz hefur sölu bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 13:15 Mercedes Benz CLS er einn þeirra bíla sem í boði verða á netinu. Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent
Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent