Slakur árangur íslenskra nemenda: "Öllum brugðið" Hrund Þórsdóttir skrifar 3. desember 2013 20:00 Í dag voru kynntar niðurstöður PISA rannsóknarinnar 2012, en hún er framkvæmd á þriggja ára fresti víða um heim og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda og um stöðu þeirra við lok skyldunáms, við 15 ára aldur. Getu hefur hrakað frá aldamótum með einni undantekningu, árið 2009 og sláandi er hve hratt leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár. „Krakkarnir eru að standa sig núna sem samsvarar um það bil hálfu ári slakara en þau gerðu fyrir áratug síðan og þessi þróun er eitthvað sem við sjáum yfir allan áratuginn, alveg frá árinu 2000,“ segir Júlíus Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar. Júlíus segir skuggalegt hversu mikill munur mælist á getu nemenda á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Hann segir landsbyggðina alla koma illa út en nefnir sem dæmi Suðurnesin, Austurland og Norðurland vestra. „Munurinn er næstum því heilt skólaár þannig að víða eru 15 ára nemendur í lok tíunda bekkjar ekki að standa sig betur en maður ætti von á við lok níunda bekkjar.“ Drengjum hefur farið verulega aftur og segir Júlíus nær 30% þeirra ófæra um að lesa sér til gagns. Sjálfsagt sé að hafa áhyggjur. „Það sem við þurfum núna er að allir sem koma að þessu máli setjist niður saman og velti vöngum yfir því hverjar skýringarnar séu og leiti sameiginlegra lausna.“ Þó eru ljósir punktar í skýrslunni og er jöfnuður á milli skóla til dæmis hvergi meiri en á Íslandi. Þá hefur líðan nemenda batnað og áhugi á náminu aukist. „Þannig að þau hafa það gott í skólanum og átak undanfarinna ára við að halda utan um þau í ljósi kreppu og hruns virðist hafa virkað,“ segir Júlíus. Börn hér á landi virðist því ekki skorta námsáhuga en getan er ekki í samræmi við áhugann. Og þá má spyrja, hvað veldur og hvernig getum við bætt okkur?Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, kveðst sleginn yfir niðurstöðum PISA rannsóknarinnar og ætlar að skoða þætti eins og kennaramenntun, námsgögn, kennsluaðferðir og hvernig staðið er að prófum. „Ég held að okkur hafi öllum brugðið í dag þegar við sáum þessa niðurstöðu. Þetta er ekki bara alvarlegt fyrir þau ungmenni sem mælast með þessa stöðu á sinni kunnáttu og þekkingu, þetta er alvarlegt fyrir okkur öll, fyrir þjóðina,“ segir Illugi. Hvernig verður brugðist við þessum niðurstöðum? „Ég setti af stað í ráðuneytinu í sumar vinnu við að skrifa stefnuplagg, Hvítbók eins og maður kallar það stundum, þar sem eru tvö verkefni. Annars vegar úrbætur í framhaldsskólunum og hins vegar varðandi lesturinn. Ég mun funda núna með forystufólki úr menntakerfinu, fara yfir þessar niðurstöður, kynna þeim hvað ég er að hugsa og til hvaða aðgerða ég tel rétt að grípa og svo verðum við að sjá til með framhaldið. Það má heldur ekki líta svo á að það sé allt ómögulegt í okkar kerfi. Það sem er gott að sjá er að krökkunum líður betur en áður í skólanum og það hefur dregið úr einelti. Þetta er mjög mikilvægt og við þurfum að byggja á þessu en þetta þarf að vera þannig að krökkunum líði vel og þeim gangi vel með námsefnið. Það verður að fara saman."Hér má sjá íslensku skýrsluna um PISA 2012. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Í dag voru kynntar niðurstöður PISA rannsóknarinnar 2012, en hún er framkvæmd á þriggja ára fresti víða um heim og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda og um stöðu þeirra við lok skyldunáms, við 15 ára aldur. Getu hefur hrakað frá aldamótum með einni undantekningu, árið 2009 og sláandi er hve hratt leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár. „Krakkarnir eru að standa sig núna sem samsvarar um það bil hálfu ári slakara en þau gerðu fyrir áratug síðan og þessi þróun er eitthvað sem við sjáum yfir allan áratuginn, alveg frá árinu 2000,“ segir Júlíus Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar. Júlíus segir skuggalegt hversu mikill munur mælist á getu nemenda á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Hann segir landsbyggðina alla koma illa út en nefnir sem dæmi Suðurnesin, Austurland og Norðurland vestra. „Munurinn er næstum því heilt skólaár þannig að víða eru 15 ára nemendur í lok tíunda bekkjar ekki að standa sig betur en maður ætti von á við lok níunda bekkjar.“ Drengjum hefur farið verulega aftur og segir Júlíus nær 30% þeirra ófæra um að lesa sér til gagns. Sjálfsagt sé að hafa áhyggjur. „Það sem við þurfum núna er að allir sem koma að þessu máli setjist niður saman og velti vöngum yfir því hverjar skýringarnar séu og leiti sameiginlegra lausna.“ Þó eru ljósir punktar í skýrslunni og er jöfnuður á milli skóla til dæmis hvergi meiri en á Íslandi. Þá hefur líðan nemenda batnað og áhugi á náminu aukist. „Þannig að þau hafa það gott í skólanum og átak undanfarinna ára við að halda utan um þau í ljósi kreppu og hruns virðist hafa virkað,“ segir Júlíus. Börn hér á landi virðist því ekki skorta námsáhuga en getan er ekki í samræmi við áhugann. Og þá má spyrja, hvað veldur og hvernig getum við bætt okkur?Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, kveðst sleginn yfir niðurstöðum PISA rannsóknarinnar og ætlar að skoða þætti eins og kennaramenntun, námsgögn, kennsluaðferðir og hvernig staðið er að prófum. „Ég held að okkur hafi öllum brugðið í dag þegar við sáum þessa niðurstöðu. Þetta er ekki bara alvarlegt fyrir þau ungmenni sem mælast með þessa stöðu á sinni kunnáttu og þekkingu, þetta er alvarlegt fyrir okkur öll, fyrir þjóðina,“ segir Illugi. Hvernig verður brugðist við þessum niðurstöðum? „Ég setti af stað í ráðuneytinu í sumar vinnu við að skrifa stefnuplagg, Hvítbók eins og maður kallar það stundum, þar sem eru tvö verkefni. Annars vegar úrbætur í framhaldsskólunum og hins vegar varðandi lesturinn. Ég mun funda núna með forystufólki úr menntakerfinu, fara yfir þessar niðurstöður, kynna þeim hvað ég er að hugsa og til hvaða aðgerða ég tel rétt að grípa og svo verðum við að sjá til með framhaldið. Það má heldur ekki líta svo á að það sé allt ómögulegt í okkar kerfi. Það sem er gott að sjá er að krökkunum líður betur en áður í skólanum og það hefur dregið úr einelti. Þetta er mjög mikilvægt og við þurfum að byggja á þessu en þetta þarf að vera þannig að krökkunum líði vel og þeim gangi vel með námsefnið. Það verður að fara saman."Hér má sjá íslensku skýrsluna um PISA 2012.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira