Innlent

Umsátur á Sauðárkróki

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan hefur umkringt hús við götuna Hásæti á Sauðárkróki og rýmt nærliggjandi hús.

Lögreglan hefur staðfest þetta við Vísi.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur íbúum í nágrenni hússins verið meinað að fara heim til sín.

Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá lögreglu en að sögn sjónarvotta eru bæði lögreglumenn frá Sauðárkróki og Akureyri á vettvangi. Ekki hefur fengist staðfest að sérsveitin sé mætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×