Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2013 12:49 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira