Honda, Benz, Toyota og Lexus bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 10:30 Honda bílar halda verði sínu vel. Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent