Viðskipti innlent

Breskur banki varar við skorti á íslenskum krónum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Láta ferðalanga vita af því að hægt er að skipta pundum í krónur á Íslandi.
Láta ferðalanga vita af því að hægt er að skipta pundum í krónur á Íslandi.
M&S bankinn í Bretlandi hefur beint því til ferðalaga sem stefna til Íslands í vetur að skipuleggja ferðalagið fjárhagslega með góðum fyrirvara, sérstaklega hvað varðar gjaldeyri vegna skorts á íslenskum krónum í bankakerfinu.

„Við sjáum almennt aukningu í ferðamönnum á leið til Íslands á þessum tíma til að skoða norðurljósin og við viljum hvetja þá til að gera ráðstafanir vegna gjaldeyris til að tryggja að skortur á íslenskum krónum hafi ekki afleiðingar fyrir ferðalagið,“ segir Fraser Millar, forstjóri Travel Money hjá M&S bankanum í frétt The Money Pages.

„Við viljum láta ferðalanga vita af því að ef þeim er ókleift að kaupa íslenskar krónur fyrir brottför þá er hægt að skipta breskum pundum í krónur á Íslandi, ásamt því sem tekið er við greiðslukortum á flestum stöðum þar á landi,“ sagði Millar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×