Þennan bíl var Subaru að frumsýna á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Alls ekki að þetta sé slæm hugmynd og bíllinn er fallegur að auki. Eins og sést á myndinni er þessi bíll tveggja hurða eins og BRZ og verður það að teljast óvenjulegt fyrir svona bíl.
Ef hann fer í sölu verður hann líklega með sömu 200 hestafla vél og upphaflegi sportbíllinn. Innanrými og skott bílsins hefur stækkað umtalsvert og ætti hann fyrir vikið að höfða til breiðari kaupendahóps, sem hlýtur að vera meginmarkmiðið með tilkomu hans.
Hann er 7 sentimetrum lengri en BRZ bíllinn og í raun allt öðruvísi í útliti. Það er bara framendinn sem kemur upp um hann og er hann mjög líkur BRZ bílnum. Þessi bíll hefur fengið nafnið Subaru Cross Sport Design Concept og vonandi fer hann í framleiðslu.
