Ljósberarnir okkar Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2013 09:50 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Það er vissulega dapurlegt að við þurfum enn að hafa sérstakan dag tileinkaðan baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hamra á þeirri illþyrmilegu staðreynd að ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Mér fallast stundum hendur yfir gengdarlausu ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er hluti af samfélagslegu meini; ójafnri stöðu kynjanna. En stundum verð ég líka orðlaus fyrir samtakamættinum sem við getum sýnt. Þann 14. nóvember tóku yfir eitt þúsund Íslendingar höndum saman og komu af stað fiðrildaáhrifum á Fiðrildafögnuði UN Women, og lögðu þar sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þrátt fyrir að við þurfum að leysa mörg vandamál hér á Íslandi, þá getum við sem samfélag verið stolt yfir stórstígum framförum í átt að jafnrétti undanfarna áratugi. Alþjóðaefnahagsráðið? hefur undanfarin fimm ár sagt að Ísland sé það land þar sem best er að fæðast sem stúlka og búa á sem kona. En í besta landi í heimi berast lögreglu tilkynningar um kynferðisbrot á hverjum einasta degi, þolendur nauðgana leita á neyðarmóttöku og í Kvennaathvarfinu dvelja konur og börn allan ársins hring sem hafa flúið ofbeldi á heimili sínu. Við eigum ekki að hætta baráttunni fyrr en að Kvennaathvarfið og neyðarmóttakan eru óþörf. 14. nóvember 1981 komu saman nokkur hundruð kvenna á Hótel Borg. Þær vissu ekki að þær komu af stað fiðrildaáhrifum sem enn sér ekki fyrir endann á. Konurnar sem boðuðu til fundarins á Hótel Borg vildu kanna hug kvenna til að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Út frá þessum fundi varð til Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn. Þegar Kvennalistinn bauð fram til alþingiskosninga árið 1983 voru einungis 5% þingmanna konur en eftir kosningar varð hlutfall kvenna 15%. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir þann tíma höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi á sextíu árum. Kvennalistakonum var ekki einungis umhugað að koma konum til valda, heldur lögðu þær ríka áherslu á samfélagsmál og bætta stöðu kvenna og barna. Í fyrsta skipti á Alþingi var fjallað um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, fæðingarorlof og dagvistar- og skólamál. Kvennaframboðið átti frumkvæði af því Kvennaathvarfið var sett á fót og Kvennalistakonur börðust fyrir því að rannsókn og meðferð nauðgunarmála yrði bætt og neyðarmóttakan var stofnuð. Þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár síðan Kvennalistakonur komust inn á þing, hafa fyrir tilstuðlan þeirra unnist stórir sigrar í jafnréttismálum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Kvennalistakonur og allar aðrar baráttukonur á Íslandi. Þær eru ljósberar íslensks samfélags. Því munu stofnendur Kvennalistans verða ljósberar í Ljósagöngunni í kvöld. Höldum baráttunni áfram; kraftur, þor, von og barátta er það sem mun skila okkur betra samfélagi. Sjáumst í Ljósagöngunni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Það er vissulega dapurlegt að við þurfum enn að hafa sérstakan dag tileinkaðan baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hamra á þeirri illþyrmilegu staðreynd að ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Mér fallast stundum hendur yfir gengdarlausu ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er hluti af samfélagslegu meini; ójafnri stöðu kynjanna. En stundum verð ég líka orðlaus fyrir samtakamættinum sem við getum sýnt. Þann 14. nóvember tóku yfir eitt þúsund Íslendingar höndum saman og komu af stað fiðrildaáhrifum á Fiðrildafögnuði UN Women, og lögðu þar sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þrátt fyrir að við þurfum að leysa mörg vandamál hér á Íslandi, þá getum við sem samfélag verið stolt yfir stórstígum framförum í átt að jafnrétti undanfarna áratugi. Alþjóðaefnahagsráðið? hefur undanfarin fimm ár sagt að Ísland sé það land þar sem best er að fæðast sem stúlka og búa á sem kona. En í besta landi í heimi berast lögreglu tilkynningar um kynferðisbrot á hverjum einasta degi, þolendur nauðgana leita á neyðarmóttöku og í Kvennaathvarfinu dvelja konur og börn allan ársins hring sem hafa flúið ofbeldi á heimili sínu. Við eigum ekki að hætta baráttunni fyrr en að Kvennaathvarfið og neyðarmóttakan eru óþörf. 14. nóvember 1981 komu saman nokkur hundruð kvenna á Hótel Borg. Þær vissu ekki að þær komu af stað fiðrildaáhrifum sem enn sér ekki fyrir endann á. Konurnar sem boðuðu til fundarins á Hótel Borg vildu kanna hug kvenna til að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Út frá þessum fundi varð til Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn. Þegar Kvennalistinn bauð fram til alþingiskosninga árið 1983 voru einungis 5% þingmanna konur en eftir kosningar varð hlutfall kvenna 15%. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir þann tíma höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi á sextíu árum. Kvennalistakonum var ekki einungis umhugað að koma konum til valda, heldur lögðu þær ríka áherslu á samfélagsmál og bætta stöðu kvenna og barna. Í fyrsta skipti á Alþingi var fjallað um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, fæðingarorlof og dagvistar- og skólamál. Kvennaframboðið átti frumkvæði af því Kvennaathvarfið var sett á fót og Kvennalistakonur börðust fyrir því að rannsókn og meðferð nauðgunarmála yrði bætt og neyðarmóttakan var stofnuð. Þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár síðan Kvennalistakonur komust inn á þing, hafa fyrir tilstuðlan þeirra unnist stórir sigrar í jafnréttismálum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Kvennalistakonur og allar aðrar baráttukonur á Íslandi. Þær eru ljósberar íslensks samfélags. Því munu stofnendur Kvennalistans verða ljósberar í Ljósagöngunni í kvöld. Höldum baráttunni áfram; kraftur, þor, von og barátta er það sem mun skila okkur betra samfélagi. Sjáumst í Ljósagöngunni!
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun