Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2013 18:45 Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt." Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt."
Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30