ASÍ skorar á fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2013 12:02 Mynd/GVA Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, birti pistil á vef ASÍ í dag. Þar fer Gylfi hörðum orðum um auglýsingaherferð Samtaka Atvinnulífsins og kallar hana áróðurskennda. Biðlar hann til fyrirtækja og opinberra aðila að sýna launafólki að þau séu tilbúin að axla ábyrgð með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Segir hann SA hafa skautað framhjá þeirri „augljósu staðreynd“ að á Íslandi hafi veikur gjaldmiðill verið nýttur til að leiðrétta mistök í hagstjórn með því að láta hana falla reglulega með tilheyrandi tjóni fyrir launafólk í landinu. „Það er eins og SA hafi gleymt hruni krónunnar fyrir fimm árum,“ segir Gylfi. Hann segir það skipta miklu máli fyrir umræðuna að halda því til haga að ef fyrirtækin í landinu hefðu fylgt markmiðum kjarasamninga síðasta áratugar hefði þróunin vafalaust orðið önnur. „Ef atvinnurekendur beygðu sig undir aga þeirra kjarasamninga sem þeir gera þá er öruggt að verðbólga af völdum launahækkana, sem þeir básúna svo mjög, yrði sáralítil. Gott dæmi um þetta er að almenn launahækkun á þessu ári var 3,25% í febrúar en launavísitalan hefur hækkað um 6% sl. 12 mánuði.“ Gylfi segir að í aðdraganda komandi kjarasamninga hafi mikið verið rætt um mikilvægi þess að fyrirbyggja áframhaldandi háa verðbólgu. „Í því samhengi er ekki síður mikilvægt að fyrirtæki og opinberir aðilar sýni launafólki að þau séu sjálf tilbúin til að axla ábyrgð á slíkri leið með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Þannig má tryggja stöðugleika og kaupmáttaraukningu á lægra stigi launabreytinga sem gagnast öllum.“ Segir hann Reykjavíkurborg hafa gengið á undan með góðu fordæmi eftir að verkalýðsfélögin í höfuðborginni hafi mótmælt boðuðum breytingum og afturkallað boðaðar gjaldskrárhækkanir. „Nú hafa fleiri sveitarfélög fylgt í kjölfarið m.a. eftir hvatningar frá aðildarfélögum ASÍ.“ Ennfremur segir Gylfi það hafa vakið furðu að fjármálaráðherra skyldi neita að endurskoða boðaðar hækkanir í fjárlögum, sem sjálfur hafi skorað á Reykjavíkurborg. Gylfi segir þá þögn sem ríki um áform forsvarsmanna fyrirtækjanna í landinu sé farin að vera mjög hávaðasöm. „Það er mín skoðun að mjög mikilvægt sé að fá þessa aðila að borðinu með beinum hætti. Því áformar ASÍ að skora á fyrirtæki og opinbera aðila að sýna þessu verkefni samstöðu og undirrita yfirlýsingu um þátttöku sína í átaki um verðstöðugleika.“ „Yfirlýsingarnar yrðu svo birtar inn á síðunni www.vertuaverdi.is. Þannig gætu þau með áberandi hætti sýnt hverjir axla ábyrgð og hverjir ekki.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, birti pistil á vef ASÍ í dag. Þar fer Gylfi hörðum orðum um auglýsingaherferð Samtaka Atvinnulífsins og kallar hana áróðurskennda. Biðlar hann til fyrirtækja og opinberra aðila að sýna launafólki að þau séu tilbúin að axla ábyrgð með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Segir hann SA hafa skautað framhjá þeirri „augljósu staðreynd“ að á Íslandi hafi veikur gjaldmiðill verið nýttur til að leiðrétta mistök í hagstjórn með því að láta hana falla reglulega með tilheyrandi tjóni fyrir launafólk í landinu. „Það er eins og SA hafi gleymt hruni krónunnar fyrir fimm árum,“ segir Gylfi. Hann segir það skipta miklu máli fyrir umræðuna að halda því til haga að ef fyrirtækin í landinu hefðu fylgt markmiðum kjarasamninga síðasta áratugar hefði þróunin vafalaust orðið önnur. „Ef atvinnurekendur beygðu sig undir aga þeirra kjarasamninga sem þeir gera þá er öruggt að verðbólga af völdum launahækkana, sem þeir básúna svo mjög, yrði sáralítil. Gott dæmi um þetta er að almenn launahækkun á þessu ári var 3,25% í febrúar en launavísitalan hefur hækkað um 6% sl. 12 mánuði.“ Gylfi segir að í aðdraganda komandi kjarasamninga hafi mikið verið rætt um mikilvægi þess að fyrirbyggja áframhaldandi háa verðbólgu. „Í því samhengi er ekki síður mikilvægt að fyrirtæki og opinberir aðilar sýni launafólki að þau séu sjálf tilbúin til að axla ábyrgð á slíkri leið með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Þannig má tryggja stöðugleika og kaupmáttaraukningu á lægra stigi launabreytinga sem gagnast öllum.“ Segir hann Reykjavíkurborg hafa gengið á undan með góðu fordæmi eftir að verkalýðsfélögin í höfuðborginni hafi mótmælt boðuðum breytingum og afturkallað boðaðar gjaldskrárhækkanir. „Nú hafa fleiri sveitarfélög fylgt í kjölfarið m.a. eftir hvatningar frá aðildarfélögum ASÍ.“ Ennfremur segir Gylfi það hafa vakið furðu að fjármálaráðherra skyldi neita að endurskoða boðaðar hækkanir í fjárlögum, sem sjálfur hafi skorað á Reykjavíkurborg. Gylfi segir þá þögn sem ríki um áform forsvarsmanna fyrirtækjanna í landinu sé farin að vera mjög hávaðasöm. „Það er mín skoðun að mjög mikilvægt sé að fá þessa aðila að borðinu með beinum hætti. Því áformar ASÍ að skora á fyrirtæki og opinbera aðila að sýna þessu verkefni samstöðu og undirrita yfirlýsingu um þátttöku sína í átaki um verðstöðugleika.“ „Yfirlýsingarnar yrðu svo birtar inn á síðunni www.vertuaverdi.is. Þannig gætu þau með áberandi hætti sýnt hverjir axla ábyrgð og hverjir ekki.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira