Til stendur að sameina dreifikerfi fjarskiptafélaganna Nova og Vodafone í eitt alhliða farsímadreifikerfi. Fjarskiptafélögin hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um stofnun nýs rekstrarfélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone og Nova.
Hið nýja rekstrarfélag mun reka sameinað farsímakerfi félaganna tveggja. Í tilkynningunni segir að engin breyting verði á samkeppni félaganna á fjarskiptamarkaði, þar sem samreksturinn snýr einungis að tæknilegu þáttum í rekstri þeirra. Reynsla annarra landa af sambærilegum samrekstri er góð, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi.
Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone segir að snjalltæknin sé samskiptamáti framtíðarinnar. „Almenningur treystir á að gagnaflutningshraði sé í samræmi við þarfirnar. Hingað til hefur samrekstur símafyrirtækjanna á dreifikerfum verið takmarkaður en með tæknilegum samrekstri skapast möguleikar til að gera Ísland að einu best tengda samfélagi í veröldinni.“
Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri Nova, segir að þau telji það skynsamlegt út frá mörgum sjónarhornum að sameina rekstur dreifikerfanna. „Með því næst fram veruleg hagræðing í rekstri og við munum geta boðið öflugri þjónustu með minni tilkostnaði.“
Undirbúningsvinna vegna stofnunar félagsins hefur farið fram um nokkra hríð með vitneskju Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Vodafone og Nova munu óska eftir heimild þessara aðila til að stofna nýja rekstrarfélagið og að þeim fengnum mun félagið taka til starfa. Vonir standa til að það verði á fyrri hluta ársins 2014.
Í tilkynningunni segir að með sameiningu dreifikerfanna skapist mikil tækifæri til stækkunar og verulegt hagræði náist í fjárfestingum og rekstri. Einnig verður þétting og uppbygging kerfisins hraðari en annars væri mögulegt.
Vodafone og Nova sameina dreifikerfin
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar

Mest lesið

Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Vísar ásökunum um samráð á bug
Neytendur

Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru
Viðskipti innlent


Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn
Viðskipti innlent

Stækka hótelveldið á Suðurlandi
Viðskipti innlent

Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar
Viðskipti innlent
