Viðskipti innlent

Nammibarinn gjaldþrota

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Skiptastjóri hefur verið settur yfir búið.
Skiptastjóri hefur verið settur yfir búið.
Nammibarinn hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að félagið hafi skipt um nafn og heiti nú SG 109 ehf., Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Skiptastjóri hefur verið settur yfir þrotabúið en úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. nóvember síðastliðinn.

Nammibarinn rak nokkrar sælgætisverslanir þar sem fékkst sælgæti frá bæði innlendum og erlendum birgjum ásamt því sem þar var hnetubar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×