Viðskipti innlent

Dominos valið markaðsfyrirtæki ársins

Haraldur Guðmundsson skrifar
Frá vinstri: Klara Íris Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK, Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK, Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominos, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og markaðsmaður ársins, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og María Hrund Marínósdóttir, markaðsstjóri VÍS og stjórnarmaður ÍMARK.
Frá vinstri: Klara Íris Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK, Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK, Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominos, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og markaðsmaður ársins, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og María Hrund Marínósdóttir, markaðsstjóri VÍS og stjórnarmaður ÍMARK. Mynd/ÍMARK.
Dominos var valið markaðsfyrirtæki ársins 2013 á hátíðarfundi ÍMARKS í dag. Þá var Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, valinn markaðsmaður ársins.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Íslensku markaðsverðlaunin 2013.

ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi, hafa valið markaðsfyrirtæki ársins frá árinu 1991. Í ár tilnefndu þau einnig Landsbankann og Nova. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×