Viðskipti innlent

Hagnaður OR 6,0 milljarðar króna

Kristján Hjálmarsson skrifar
Í tilkynningunni kemur fram að heildarárangur Plansins, frá mars 2011 til septemberloka 2013, nemi 35,3 milljörðum króna.
Í tilkynningunni kemur fram að heildarárangur Plansins, frá mars 2011 til septemberloka 2013, nemi 35,3 milljörðum króna. Mynd/Róbert
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur eftir skatta nam 6,0 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 12,8 milljörðum króna en var 11,0 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Búið er að greiða niður vaxtaberandi skuldir fyrir um 24,1 milljarða á árinu, segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Þar er haft eftir stjórnendum að Planið frá 2011 skili mun betri sjóðstöðu en áætlað var.

Samkvæmt afkomutilkynninguskilar sparnaður í rekstri Orkuveitunnar fyrirtækinu stöðugt batnandi afkomu. Raunkostnaður við reksturinn hefur lækkað um 1,6 milljarð króna frá árinu 2009 og í krónum talið nánast staðið í stað.

Í tilkynningunni kemur fram að heildarárangur Plansins, frá mars 2011 til septemberloka 2013, nemi 35,3 milljörðum króna. Allir þættir þessu voru þá á áætlun nema sala eigna. Síðan þá hefur verið gengið frá sölu á höfuðstöðvum Orkuveitunnar fyrir 5,1 milljarð. Með þeim viðskiptum hefur Planið þegar skilað 40,4 milljörðum króna af þeim 51,3 sem það á að skila í bættu sjóðstreymi í heild til ársloka 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×