Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri Hljómahallar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tomas Viktor Young er nýr framkvæmdastjóri Hljómahallar.
Tomas Viktor Young er nýr framkvæmdastjóri Hljómahallar.
Tomas Viktor Young hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hljómahallar, nýs tónlistar- og menningarhúss í Reykjanesbæ.

Alls sóttu 27 manns um starfið.

Tómas er fæddur og uppalinn í Keflavík og útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 2002. Hann lauk BSc í ferðamálafræðum 2008 og meistaraprófi í markaðsfræðum og alþjóða viðskiptum við viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 2010. Hann hóf nám í tónlistarskóla Reykjanesbæjar 9 ára gamall og varð fljótt virkur í tónlistarlífi bæjarins. Hann og nokkrir félagar stofnuðu meðal annars hljómsveitina Rými og einnig hélt hann utan um tónleika unga fólksins á LJósanótt í nokkur ár.

Tómas hefur unnið hjá ÚTON, Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar síðastliðin fjögur ár og séð þar um fræðslustarf, fjármál, kynningarmál og ýmsa ráðgjöf.

Aðrir umsækjendur voru:



Brynja Aðalbergsdóttir

Davíð Eldur Baldursson

Eiður Arnarsson

Einar Jóhannes Ingason

Eiríkur Árni Hermannsson

Elíza M Geirsdóttir Newman

Ester Sveinbjarnardóttir

Gísli Rúnar Gylfason

Guðmundur E Finnsson

Guðrún Eggertsdóttir

Gunnar Jóhannsson

Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir

Gunnhildur Þórðardóttir

Gústav Jakob Daníelsson

Hanna Björg Konráðsdóttir

Ingi Rafn Sigurðsson

Íris Alma Vilbergsdóttir

Kristín Svanhildur Helgadóttir

Sigurbjörn Arnar Jónsson

Sigurður Keiser

Sigurður Sigurðsson

Sindri Þór Hilmarsson

Valdimar Hilmarsson

Vera Ósk Steinsen

Þorbjörn Ólafsson

Einn dró umsókn sína til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×