„Ótrúlegt að svona hugsun viðgangist“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. nóvember 2013 22:19 Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldin í dag. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys á sér stað. Í morgun fór fram athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem fórnarlömbum umferðarslysa var minnst með mínútu þögn. Ólafur Ingvar Guðjónsson tók til máls í morgun og vakti ahygli á og alvarleika ölvunaraksturs. Ólafur Ingvar ók ölvaður fyrir fimmtán árum, þá 17 ára gamall, og reyndist sú ökuferð örlagarík. Hann lenti í árekstri við aðra bifreið sem í var ungt par. Kona lést í árekstrinum. Ólafur var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Hann segir þann sársauka ekki vera sambærilegan þeim sem hann upplifði eftir slysið. „Vinstri hnéskelin var í tíu molum og sú hægri í fimm - opið beinbrot. Fimm hryggjaliðir brotnuðu og það vantaði framtennurnar. Þetta byrjar ekki einu sinni að lýsa þeim þjáningum sem ég hafði ollið sjálfum mér og þessum fjölskyldum, ekki með nokkru móti,“ segir Ólafur Ingvar. „Ég hélt að þetta myndi reddast að keyra fullur heim, 17 ára. Það ótrúlegt að svona hugsun viðgangist. Bílar eru alveg nógu lífshættulegir fyrir þó fólk sé ekki að keyra fullt, að senda sms eða í spyrnum. Ég hugsa oft til þess hvort bílar séu þess virði í samfélaginu - þegar það þjást svona margir á ári hverju.“Björguðu lífi mínu Ólafur Ingvar þakkaði þeim starfstéttum sem komnar voru saman við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ótrúlegt en satt þá gerði Brynjólfur Jónsson við hnén á mér og er ótrúlega þakklátur. Rúdolf áfallahjálpari var fyrstur sem sannfærði mig um að þetta væri fyrst og fremst slys. Þó ég vissi mæta vel að það væri mér að kenna þá var þetta slys engu að síður. Að heyra þetta frá öðrum og finna bandamenn á þessum tíma og frá þessari starfsstétt bjargaði lífi mínu.“Verðum að breyta samfélagsálitinu á ölvunarakstri „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ sagði Ólafur Ingvar að lokum.Ólafur Ingvar GuðjónssonMynd/Friðrik Þór Halldórsson Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldin í dag. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys á sér stað. Í morgun fór fram athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem fórnarlömbum umferðarslysa var minnst með mínútu þögn. Ólafur Ingvar Guðjónsson tók til máls í morgun og vakti ahygli á og alvarleika ölvunaraksturs. Ólafur Ingvar ók ölvaður fyrir fimmtán árum, þá 17 ára gamall, og reyndist sú ökuferð örlagarík. Hann lenti í árekstri við aðra bifreið sem í var ungt par. Kona lést í árekstrinum. Ólafur var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Hann segir þann sársauka ekki vera sambærilegan þeim sem hann upplifði eftir slysið. „Vinstri hnéskelin var í tíu molum og sú hægri í fimm - opið beinbrot. Fimm hryggjaliðir brotnuðu og það vantaði framtennurnar. Þetta byrjar ekki einu sinni að lýsa þeim þjáningum sem ég hafði ollið sjálfum mér og þessum fjölskyldum, ekki með nokkru móti,“ segir Ólafur Ingvar. „Ég hélt að þetta myndi reddast að keyra fullur heim, 17 ára. Það ótrúlegt að svona hugsun viðgangist. Bílar eru alveg nógu lífshættulegir fyrir þó fólk sé ekki að keyra fullt, að senda sms eða í spyrnum. Ég hugsa oft til þess hvort bílar séu þess virði í samfélaginu - þegar það þjást svona margir á ári hverju.“Björguðu lífi mínu Ólafur Ingvar þakkaði þeim starfstéttum sem komnar voru saman við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ótrúlegt en satt þá gerði Brynjólfur Jónsson við hnén á mér og er ótrúlega þakklátur. Rúdolf áfallahjálpari var fyrstur sem sannfærði mig um að þetta væri fyrst og fremst slys. Þó ég vissi mæta vel að það væri mér að kenna þá var þetta slys engu að síður. Að heyra þetta frá öðrum og finna bandamenn á þessum tíma og frá þessari starfsstétt bjargaði lífi mínu.“Verðum að breyta samfélagsálitinu á ölvunarakstri „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ sagði Ólafur Ingvar að lokum.Ólafur Ingvar GuðjónssonMynd/Friðrik Þór Halldórsson
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira