„Ótrúlegt að svona hugsun viðgangist“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. nóvember 2013 22:19 Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldin í dag. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys á sér stað. Í morgun fór fram athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem fórnarlömbum umferðarslysa var minnst með mínútu þögn. Ólafur Ingvar Guðjónsson tók til máls í morgun og vakti ahygli á og alvarleika ölvunaraksturs. Ólafur Ingvar ók ölvaður fyrir fimmtán árum, þá 17 ára gamall, og reyndist sú ökuferð örlagarík. Hann lenti í árekstri við aðra bifreið sem í var ungt par. Kona lést í árekstrinum. Ólafur var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Hann segir þann sársauka ekki vera sambærilegan þeim sem hann upplifði eftir slysið. „Vinstri hnéskelin var í tíu molum og sú hægri í fimm - opið beinbrot. Fimm hryggjaliðir brotnuðu og það vantaði framtennurnar. Þetta byrjar ekki einu sinni að lýsa þeim þjáningum sem ég hafði ollið sjálfum mér og þessum fjölskyldum, ekki með nokkru móti,“ segir Ólafur Ingvar. „Ég hélt að þetta myndi reddast að keyra fullur heim, 17 ára. Það ótrúlegt að svona hugsun viðgangist. Bílar eru alveg nógu lífshættulegir fyrir þó fólk sé ekki að keyra fullt, að senda sms eða í spyrnum. Ég hugsa oft til þess hvort bílar séu þess virði í samfélaginu - þegar það þjást svona margir á ári hverju.“Björguðu lífi mínu Ólafur Ingvar þakkaði þeim starfstéttum sem komnar voru saman við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ótrúlegt en satt þá gerði Brynjólfur Jónsson við hnén á mér og er ótrúlega þakklátur. Rúdolf áfallahjálpari var fyrstur sem sannfærði mig um að þetta væri fyrst og fremst slys. Þó ég vissi mæta vel að það væri mér að kenna þá var þetta slys engu að síður. Að heyra þetta frá öðrum og finna bandamenn á þessum tíma og frá þessari starfsstétt bjargaði lífi mínu.“Verðum að breyta samfélagsálitinu á ölvunarakstri „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ sagði Ólafur Ingvar að lokum.Ólafur Ingvar GuðjónssonMynd/Friðrik Þór Halldórsson Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldin í dag. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys á sér stað. Í morgun fór fram athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem fórnarlömbum umferðarslysa var minnst með mínútu þögn. Ólafur Ingvar Guðjónsson tók til máls í morgun og vakti ahygli á og alvarleika ölvunaraksturs. Ólafur Ingvar ók ölvaður fyrir fimmtán árum, þá 17 ára gamall, og reyndist sú ökuferð örlagarík. Hann lenti í árekstri við aðra bifreið sem í var ungt par. Kona lést í árekstrinum. Ólafur var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Hann segir þann sársauka ekki vera sambærilegan þeim sem hann upplifði eftir slysið. „Vinstri hnéskelin var í tíu molum og sú hægri í fimm - opið beinbrot. Fimm hryggjaliðir brotnuðu og það vantaði framtennurnar. Þetta byrjar ekki einu sinni að lýsa þeim þjáningum sem ég hafði ollið sjálfum mér og þessum fjölskyldum, ekki með nokkru móti,“ segir Ólafur Ingvar. „Ég hélt að þetta myndi reddast að keyra fullur heim, 17 ára. Það ótrúlegt að svona hugsun viðgangist. Bílar eru alveg nógu lífshættulegir fyrir þó fólk sé ekki að keyra fullt, að senda sms eða í spyrnum. Ég hugsa oft til þess hvort bílar séu þess virði í samfélaginu - þegar það þjást svona margir á ári hverju.“Björguðu lífi mínu Ólafur Ingvar þakkaði þeim starfstéttum sem komnar voru saman við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ótrúlegt en satt þá gerði Brynjólfur Jónsson við hnén á mér og er ótrúlega þakklátur. Rúdolf áfallahjálpari var fyrstur sem sannfærði mig um að þetta væri fyrst og fremst slys. Þó ég vissi mæta vel að það væri mér að kenna þá var þetta slys engu að síður. Að heyra þetta frá öðrum og finna bandamenn á þessum tíma og frá þessari starfsstétt bjargaði lífi mínu.“Verðum að breyta samfélagsálitinu á ölvunarakstri „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ sagði Ólafur Ingvar að lokum.Ólafur Ingvar GuðjónssonMynd/Friðrik Þór Halldórsson
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira