Viðskipti innlent

Engar eignir fundust í 120 milljóna kröfur á Redding ehf.

Samúel Karl Ólason skrifar
Markús ÍS-777, sem gerður var út af Redding, sökk fyrr á þessu ári.
Markús ÍS-777, sem gerður var út af Redding, sökk fyrr á þessu ári. Mynd/Róbert Reynisson
Gjaldþrotaskiptum er lokið á útgerðarfélaginu Redding á Flateyri, sem var í eigu Sigurðar Aðalsteinssonar. Lýstar kröfur á gjaldþrotabúið voru rúmar 120 milljónir króna, en engar eignir fundust upp í kröfurnar.

Redding gerði út rækjubátinn Markús ÍS-777, sem sökk í Flateyrarhöfn fyrr á þessu ári. Þó náðist báturinn aftur á flot, en þegar verið var að draga hann til Ísafjarðar til niðurrifs sökk hann öðru sinni.

Sigurður er faðir Gylfa Sigurðssonar sem spilar með íslenska landsliðinu í fótbolta og Tottenham í Englandi. Bátar í eigu fyrirtækisins voru sviptir veiðileyfi árið 2011 fyrir framhjálöndun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×