Innlent

Flugvélin hrapaði lóðrétt niður á flugbrautina | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allir létust sem voru um borð í vélinni
Allir létust sem voru um borð í vélinni mynd / epa
Skelfilegt flugslys átti sér stað í Rússlandi í gær þegar Boeing 737-500 flugvél hrapaði á flugvellinum í Kazan.

50 manns fórust í slysinu en 44 farþegar voru í vélinni og sex í áhöfn. Flugvélin var á vegum Tatarstan flugfélaginu en mikil sorg ríkir í Rússlandi vegna slyssins.

Flugstjórar vélarinnar höfðu reynt að hætta við lendingu þegar flugvélin hrapaði en hún kom lóðrétt niður á flugbrautina eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.

Flugvélin var 23 ára gömul en flugöryggi hefur verið harðlega gagnrýnt í Rússlandi undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×