Audi A3 Sedan fær Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 16:15 Audi A3 Sedan. Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent
Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent