Mercedes Benz B-Class EV kemst 200 kílómetra á rafhleðslunni Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2013 09:30 Styttast fer í nýja útgáfu B-Class bíls Mercedes Benz, en hann er svokallaður tvinntengibíll og fær hið langa nafn Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Rafhlöður bílsins eru nægilega stórar til að aka honum eingöngu á þeim fyrstu 200 kílómetrana. Rafhlöðurnar, sem fengnar eru frá Tesla, eru neðst í bílnum og þyngdarpunktur hans því lágur. Hann er með frísklega og hljóðláta upptöku og nær 100 km hraða á 7,9 sekúndum, en hámarkshraðinn er ekki sérlega hár, eða 160 km/klst, enda rafrænt takmarkaður. Að aftan verður bíllinn með rennihurðum og að því leiti frábrugðinn núverandi B-Class. Hann skartar einnig glerþaki. Bíllinn er 177 hestöfl og togið er 340 Nm. Engum sögum fer af verði þessa bíls en hann er væntanlegur um vor næsta árs á mjög svo samkeppnihæfu verði að sögn Mercedes Benz manna. Víst er að þessum bíl verður ætlað að keppa við BMW i3 rafmagnsbílinn og verður vafalaust nokkru ódýrari. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent
Styttast fer í nýja útgáfu B-Class bíls Mercedes Benz, en hann er svokallaður tvinntengibíll og fær hið langa nafn Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Rafhlöður bílsins eru nægilega stórar til að aka honum eingöngu á þeim fyrstu 200 kílómetrana. Rafhlöðurnar, sem fengnar eru frá Tesla, eru neðst í bílnum og þyngdarpunktur hans því lágur. Hann er með frísklega og hljóðláta upptöku og nær 100 km hraða á 7,9 sekúndum, en hámarkshraðinn er ekki sérlega hár, eða 160 km/klst, enda rafrænt takmarkaður. Að aftan verður bíllinn með rennihurðum og að því leiti frábrugðinn núverandi B-Class. Hann skartar einnig glerþaki. Bíllinn er 177 hestöfl og togið er 340 Nm. Engum sögum fer af verði þessa bíls en hann er væntanlegur um vor næsta árs á mjög svo samkeppnihæfu verði að sögn Mercedes Benz manna. Víst er að þessum bíl verður ætlað að keppa við BMW i3 rafmagnsbílinn og verður vafalaust nokkru ódýrari.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent