Innlent

Fylgi flokkanna í Reykjavík: Hvatning til góðs árangurs

Dagur B. Eggertsson segir Samfylkinguna ætla að halda áfram sókn fram a' kosningum.
Dagur B. Eggertsson segir Samfylkinguna ætla að halda áfram sókn fram a' kosningum.
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir í samtali við Vísi að niðurstöður könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 séu jákvæðar fyrir Samfylkinguna. Þær séu hvatning til frekari sóknar.

„Mér sýnist að breytingarnar séu ekki miklar enn sem komið er, en jákvæðar fyrir Samfylkinguna. Við höfum verið að mælast í kringum 15% en í þesari könnun erum við í krinum 20%. Það er ánægjulegt. Við ætlum að ná góðum árangri í vor og þetta er hvatning til þess. Við ætlum okkur sannarlega að halda áfram sókn alveg fram að kosningum,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×