Vettel vann sjöunda kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 15:02 Sebastian Vettel í sérflokki. Mynd/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94 Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira