Innlent

Lögreglumaður grunaður um refsiverða háttsemi

Boði Logason skrifar
Lögreglumaður hefur verið leystur frá vinnuskyldu tímabundið.
Lögreglumaður hefur verið leystur frá vinnuskyldu tímabundið. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Í síðustu viku vísaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hjá ríkissaksóknara máli þar sem lögreglumaður er grunaður um refsiverða háttsemi í starfi. Ríkislögreglustjóra var jafnframt gert viðvart um málið en það er hans að meta hvort veita eigi lögreglumanninum lausn frá embætti um stundarsakir meðan málið er til rannsóknar.

Lögreglumaðurinn hefur verið leystur undan vinnuskyldu þar til ákvörðun ríkislögreglustjóra liggur fyrir. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að ekki verði gefnar upplýsingar um hvaða brot lögreglumaðurinn er grunaður um, og benti á ríkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×