Þrír tilraunabílar Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 11:45 Þrenningin frá Mitsubishi sem sýndir verða í Tokyo. Allir japönsku framleiðendurnir virðast ætla að sýna nokkra tilraunabíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Ekki hefur mikið sést af nýjum bílum frá Mitsubishi á síðustu árum, en bragabót virðist ætla að verða á því þar sem Mitsubishi mun sýna eina 3 slíka. Bílar þessir bera nú heitin GC-PHEV, XR-PHEV og AR. XR-PHEV er þeirra líklegastur til að leysa af hólmi Outlander bílinn, en þarna er jepplingur á ferð þar sem X stendur fyrir Crossover og R fyrir Runabout og PHEV stendur fyrir „Plug-in Hybrid Electric Vehicle“. Þessi bíll verður þó aðeins framhjóladrifinn og með 1,1 lítra vél með forþjöppu og að líkum mjög léttur. GC-PHEV er líka Plug-in Hybrid bíll en talsvert stærri og fjórhjóladrifinn. Hann verður með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara og því aflmikill. Brunavélin drífur framhjólin og rafmótorarnir afturhjólin. Þessi bíll er því nokkuð líklegur til að leysa af hólmi Pajero jeppann. AR bíllinn liggur á milli þess að teljast SUV og MPV bíll, þ.e, jepplingur og strumpastrætó, með mikið innanrými. Hann verður knúinn 1,1 lítra vél með forþjöppu og rafhlöðum sem þó verða mun minni en í hinum bílunum. Í síðasta mánuði var hér lítillega greint frá þessum hugmyndabílum, en þá voru ekki komnar myndir af þeim. Mitsubishi XR-PHEV Mitsubishi GC-PHEV Mitshubishi AR Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent
Allir japönsku framleiðendurnir virðast ætla að sýna nokkra tilraunabíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Ekki hefur mikið sést af nýjum bílum frá Mitsubishi á síðustu árum, en bragabót virðist ætla að verða á því þar sem Mitsubishi mun sýna eina 3 slíka. Bílar þessir bera nú heitin GC-PHEV, XR-PHEV og AR. XR-PHEV er þeirra líklegastur til að leysa af hólmi Outlander bílinn, en þarna er jepplingur á ferð þar sem X stendur fyrir Crossover og R fyrir Runabout og PHEV stendur fyrir „Plug-in Hybrid Electric Vehicle“. Þessi bíll verður þó aðeins framhjóladrifinn og með 1,1 lítra vél með forþjöppu og að líkum mjög léttur. GC-PHEV er líka Plug-in Hybrid bíll en talsvert stærri og fjórhjóladrifinn. Hann verður með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara og því aflmikill. Brunavélin drífur framhjólin og rafmótorarnir afturhjólin. Þessi bíll er því nokkuð líklegur til að leysa af hólmi Pajero jeppann. AR bíllinn liggur á milli þess að teljast SUV og MPV bíll, þ.e, jepplingur og strumpastrætó, með mikið innanrými. Hann verður knúinn 1,1 lítra vél með forþjöppu og rafhlöðum sem þó verða mun minni en í hinum bílunum. Í síðasta mánuði var hér lítillega greint frá þessum hugmyndabílum, en þá voru ekki komnar myndir af þeim. Mitsubishi XR-PHEV Mitsubishi GC-PHEV Mitshubishi AR
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent