Dubai lögreglan á 700 hestafla Geländerwagen Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 15:15 Geländerwagen Dubai lögreglunnar. Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland! Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland!
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent