Varaforsetinn vill verða forseti Golfsambandsins 5. nóvember 2013 18:44 Haukur Örn Birgisson. Haukur Örn Birgisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í komandi forsetakjöri hjá Golfsambandi Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Í fréttatilkynningu frá Hauki kemur fram að hann hafi starfað fyrir golfhreyfinguna frá árinu 2001. Hann hefur verið varaforseti sambandsins frá árinu 2007. Forsetakjörið fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.Yfirlýsing Hauks Arnar:Kæru félagar.Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi.Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár.Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur vaxið jafnt og þétt og hafa skráðir félagar í golfklúbbum aldrei verið fleiri. Þennan árangur má þakka óeigingjörnu framlagi ykkar sem starfa í tengslum við íþróttina, oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að taka þátt í því starfi með ykkur.Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem forseti sambandsins. Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu sem ég hef fengið til þess að taka við af honum og lýsi mig reiðubúinn, með ykkar stuðningi, til að leiða starf Golfsambands Íslands næstu ár. Kær kveðja,Haukur Örn Birgisson Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Haukur Örn Birgisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í komandi forsetakjöri hjá Golfsambandi Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Í fréttatilkynningu frá Hauki kemur fram að hann hafi starfað fyrir golfhreyfinguna frá árinu 2001. Hann hefur verið varaforseti sambandsins frá árinu 2007. Forsetakjörið fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.Yfirlýsing Hauks Arnar:Kæru félagar.Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi.Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár.Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur vaxið jafnt og þétt og hafa skráðir félagar í golfklúbbum aldrei verið fleiri. Þennan árangur má þakka óeigingjörnu framlagi ykkar sem starfa í tengslum við íþróttina, oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að taka þátt í því starfi með ykkur.Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem forseti sambandsins. Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu sem ég hef fengið til þess að taka við af honum og lýsi mig reiðubúinn, með ykkar stuðningi, til að leiða starf Golfsambands Íslands næstu ár. Kær kveðja,Haukur Örn Birgisson
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira