Nissan Qashqai frumsýndur í London í gær Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 17:23 Ný kynslóð Nissan Qashqai Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent