Innlent

Furðuhlutur var venjulegt neyðarblys

Myndband af fljúgandi furðuhlut sem fellur frá himnum á Akureyri hefur vakið athygli í breskum fjölmiðlum. Í myndbandinu sem er rétt rúmar fjörutíu sekúndur sést glóandi hlutur falla í byggðina á Akureyri. Fáir eru á ferli þegar myndbandið er tekið en þó sjást örfáir bílar í myndbandinu sem virðast ekki taka eftir hlutnum furðulega. Myndbandið er frá 29 september.

Fjallað er um myndbandið á vefsíðu The Mirror og þar eru lesendur sem varpað geta ljósi á málið beðnir um að tjá sig um málið.

Við biðjum lesendur Vísis um slíkt hið sama. Er einhver Íslendingur þarna úti sem getur útskýrt þetta? Við hvetjum alla til þess að tjá sig hér í ummælakerfinu að neðan.

Uppfært kl. 12.23:

Lögregla hefur staðfest að glóandi hnötturinn sé ekki fljúgandi furðuhlutur heldur hafi verið um neyðarblys að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×