Innlent

Gullfoss eitt af undrum veraldar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjálfir Niagrafossarnir þykja ekki eins merkilegir og Gullfoss.
Sjálfir Niagrafossarnir þykja ekki eins merkilegir og Gullfoss. Pjetur
Gullfoss er í fimmta sæti yfir athyglisverðustu staði veraldar. Þetta kemur fram á ferðavefnum Gogobot og að baki valinu standa rúmlega tvær milljónir notenda vefsins.

Gullfoss er í flokki sem kallast Undur veraldar en aðrir flokkar eru Bestu strendurnar, Bestu staðirnir fyrir börn og Bestu skipulögðu ferðirnar. Þeir staðir sem ferðamönnum þeim sem nota Gogobot þykja athyglisverðari eru til dæmis Diamond Head í Honolulu sem trónir í efsta sæti og í öðru sætik kemur svo sjálft Miklagljúfur – Grand Canyon í Bandaríkjunum. Í þriðja sæti eru rauðskógartrén í Marin Counti í Kaliforníu, tré sem verða yfir 500 ára gömul og fjórða sæti er svo goshverir í Norður-Ameríku:  Old Faithful Geyser og Upper Geyser Basin.

Þá er röðin komin að sjálfum Gullfossi á Íslandi. Það hlýtur að teljast verulega góður árangur að komast á þennan lista, meðal annars þegar litið er til þess að þrír þeirra staða sem eru fyrir ofan hann eru í Ameríku. Og einnig að Niagra-fossarnir eru í tíunda sæti listans. Á vefsíðunni kemur fram að þetta sé einn helsti ferðamannastaður Íslands og þá er dásemdum fossins lýst. Vitnað er í einn ferðalang sem segist yfirleitt ekkert sérstaklega spenntur fyrir fossum en þetta sé einn af þeim allra flottustu á Íslandi. Hann myndi ekki vilja hafa misst af því að hafa barið Gullfoss augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×