Segja miðaldadómkirkjuna spilla Skálholti til framtíðar UE skrifar 21. október 2013 15:30 Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, og Guðjón Arngrímsson, sem er í forsvari fyrir byggingunni. Um helgina var haldið málþing um framtíðarsýn í Skálholti út frá minjavernd, ferðaþjónustu og skipulagi. Þar var meðal annars rætt um staðsetningu tilgátuhúss miðaldadómkirkju sem einkaaðili áformar að byggja í Skálholti. „Þær hugmyndir sem hafa komið fram eru of nálægt Skálholtsstað,“ segir K. Hulda Guðmundsdóttir, skipuleggjandi málþingsins. „Því miður hefur verið leynd yfir hugmyndum framkvæmdaaðila um staðsetningu hússins.“ Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir það algjört lykilatriði í þessu máli hvar tilgátukirkjan verður byggð. „Það liggur ekki fyrir, en það lítur út fyrir að það sé vilji til að byggja nálægt kirkjunni.“K. Hulda Guðmundsdóttir.Spurður um hvaða áhrif bygging tilgátukirkjunnar myndi hafa á Skálholtsstað segir séra Kristján Valur: „Ef hún yrði algjörlega á þessari þúfu myndi það breyta mynd staðarins og það væri ekki gott. En það eru fleiri mögulegir byggingarstaðir á þessu landi.“ „Margir segja að þetta myndi spilla Skálholti til framtíðar,“ segir séra Kristján Valur. Hann hefur fundið fyrir miklum hita í umræðum um þetta mál, bæði meðal heimamanna og annarra. Samkvæmt K. Huldu Guðmundsdóttur, skipuleggjanda málþingsins, myndi kirkja ofan í Skálholtsstað breyta upplifun fólks af staðnum. Þetta myndi flytja aukinn hluta ferðamanna sem eru á leið um Gullna hringinn til Skálholts. Hulda segir að það sé mikilvægt að vanda sérstaklega til varðandi deiliskipulag. Hún leggur áherslu á að það sé mikilvægt að fornleifaskráning fari fram áður en ráðist er í framkvæmdir. Fornleifaskráning er skilyrði fyrir því að deiliskipulag verði unnið og síðan er samþykkt deiliskipulag forsenda þess að byggja megi hús. Vísir talaði einnig við Guðjón Arngrímsson sem er í forsvari fyrir hugmyndina um miðaldadómkirkju í Skálholti. „Algjör misskilningur,“ segir Guðjón um að hugmyndin sé að byggja tilgátukirkjuna nálægt Skálholtskirkju. „Þetta er bara sérverkefni. Samkomulagið við kirkjuna gengur út á leigu á lóð. Þær hugmyndir sem hafa verið í gangi ganga út á að þetta yrði í tölvuverðri fjarlægð frá núverandi kirkju og að heildarmynd staðarins haldist í núverandi horfi.“Hugmyndir eru um að reisa eftirlíkingu af miðaldadómkirkju í Skálholti.Mynd/midaldadomkirkja.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Um helgina var haldið málþing um framtíðarsýn í Skálholti út frá minjavernd, ferðaþjónustu og skipulagi. Þar var meðal annars rætt um staðsetningu tilgátuhúss miðaldadómkirkju sem einkaaðili áformar að byggja í Skálholti. „Þær hugmyndir sem hafa komið fram eru of nálægt Skálholtsstað,“ segir K. Hulda Guðmundsdóttir, skipuleggjandi málþingsins. „Því miður hefur verið leynd yfir hugmyndum framkvæmdaaðila um staðsetningu hússins.“ Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir það algjört lykilatriði í þessu máli hvar tilgátukirkjan verður byggð. „Það liggur ekki fyrir, en það lítur út fyrir að það sé vilji til að byggja nálægt kirkjunni.“K. Hulda Guðmundsdóttir.Spurður um hvaða áhrif bygging tilgátukirkjunnar myndi hafa á Skálholtsstað segir séra Kristján Valur: „Ef hún yrði algjörlega á þessari þúfu myndi það breyta mynd staðarins og það væri ekki gott. En það eru fleiri mögulegir byggingarstaðir á þessu landi.“ „Margir segja að þetta myndi spilla Skálholti til framtíðar,“ segir séra Kristján Valur. Hann hefur fundið fyrir miklum hita í umræðum um þetta mál, bæði meðal heimamanna og annarra. Samkvæmt K. Huldu Guðmundsdóttur, skipuleggjanda málþingsins, myndi kirkja ofan í Skálholtsstað breyta upplifun fólks af staðnum. Þetta myndi flytja aukinn hluta ferðamanna sem eru á leið um Gullna hringinn til Skálholts. Hulda segir að það sé mikilvægt að vanda sérstaklega til varðandi deiliskipulag. Hún leggur áherslu á að það sé mikilvægt að fornleifaskráning fari fram áður en ráðist er í framkvæmdir. Fornleifaskráning er skilyrði fyrir því að deiliskipulag verði unnið og síðan er samþykkt deiliskipulag forsenda þess að byggja megi hús. Vísir talaði einnig við Guðjón Arngrímsson sem er í forsvari fyrir hugmyndina um miðaldadómkirkju í Skálholti. „Algjör misskilningur,“ segir Guðjón um að hugmyndin sé að byggja tilgátukirkjuna nálægt Skálholtskirkju. „Þetta er bara sérverkefni. Samkomulagið við kirkjuna gengur út á leigu á lóð. Þær hugmyndir sem hafa verið í gangi ganga út á að þetta yrði í tölvuverðri fjarlægð frá núverandi kirkju og að heildarmynd staðarins haldist í núverandi horfi.“Hugmyndir eru um að reisa eftirlíkingu af miðaldadómkirkju í Skálholti.Mynd/midaldadomkirkja.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira