Innlent

Ógreiddar hraðasektir erlendra ferðamanna 40 milljónir í fyrra

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar ólöglegur hraði er mældur með öðrum hætti en myndavélum eru sektir innheimtaðar á staðnum.
Þegar ólöglegur hraði er mældur með öðrum hætti en myndavélum eru sektir innheimtaðar á staðnum. Mynd/Anton Brink
Erlendir ferðamenn borguðu ekki hraðasektir fyrir 40 milljónir króna á síðasta ári. Þessi upphæð er tilkominn vegna hraðaakstur sem náðist á stafrænar hraðamyndavélar á landsbyggðinni.

Myndir úr hraðamyndavélum á landsbyggðinni berast til embættis sýslumanns á Snæfellsnesi þar sem starfsmenn vinna úr þeim. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi segir í samtali við mbl.is að í flestum tilvikum séu ferðamennirnir á bílaleigubílum eða á bílum annara lögaðila.

Ólafur segir mikilvægt að leita leiða til að leysa úr þessu vandamáli. Hann tekur þó fram að þessar 40 milljónir séu einungis til komnar vegna hraðabrota sem skráðar séu af myndavélunum. Þegar hraðabrot er skráð með öðrum hætti sé sektin innheimt á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×