Lífið

Beckham til bjargar

David Beckham kom ungri stúlku til bjargar
David Beckham kom ungri stúlku til bjargar Nordicphotos/Getty
Breski knattspyrnumaðurinn David Beckham, kom ungri stúlku til bjargar á dögunum við knattspyrnuskóla sinn, David Beckham Academy í Los Angeles. Þar tók hann eftir ungri stúlku sem hafði dottið og meitt sig og var Beckham ekki lengi að koma stúlkunni til bjargar.

Beckham sem á fjögur börn er mikill barnakall og var ekki lengi að hugga stúlkuna og láta hana brosa. Knattspyrnuskóli Beckhams er fyrir krakka á aldrinum
fjögurra til sjö ára og opnaði árið 2009 í Los Angeles.

Eftir að hafa huggað stúlkuna fór hinn 38 ára gamli Beckham út á fótboltavöll í knattspyrnuskólanum og sýndi krökkunum hvernig spila eigi fótbolta, við góðar undirtektir krakkanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.