Sykurlaust gullfiskakex fyrir krakkana Soffía Gísladóttir skrifar 28. október 2013 21:00 Matarbloggarinn Soffía Gísladóttir gefur hér upp uppskrift að frábærum gullfiskakexkökum fyrir krakkana. Gullfiskakexið er gott í drekkutímann.Myndir/Soffía Gísladóttir Ég er alltaf að leita að skemmtilegum uppskriftum af mauli eða einhverju með drekkutímanum, eitthvað sem inniheldur ekki alltaf 2 dl af sykri. Ég datt svo niður á skemmtilega uppskrift af gullfiskakexi sem sló í gegn en það er engin sykur í uppskriftinni. Krakkarnir geta tekið þátt í bakstrinum og dundað sér við það að búa til á þá augu og munn. Talandi um gullfiska. Ég fór á gullfiskaveiðar í Malawi. Mér hafði verið boðið í mat um kvöldið og að deginum til hitti ég gestgjafa kvöldsins þar sem hann var á leið út á vatn að ná sér í gullfiska og spurði hvort við vinirnir vildum ekki koma með og hjálpa til við veiðarnar. Það var ekki spurning. Þegar á staðinn var kominn stöðvuðum við bátinn og hentum okkur út í vatnið til að hefja veiðar. Ég hafði fastlega gert ráð fyrir að við værum að fara að veiða í matinn fyrir veislu kvöldsins. Og þegar ég fór að minnast á hvað þetta væru litlir fiskar, og velta fyrir mér hvernig hugsanlega væri hægt að matreiða þá, þá komst ég að því að við vorum nú bara að veiða í gullfiskabúrið ....vandræðalegt! Innihald: 1 bolli hveiti 4 msk kalt smjör, skorið í smáa bita 200 g Cheddar ostur 3/4 tsk salt 1/2 tsk svartur ferskur pipar 1 tsk lyftiduft Smá vatn (5-8 msk) Setjið hveiti,salt, pipar og lyftiduft í matvinnsluvél, hristið þessu aðeins saman. Bætið við osti og smjöri og mixið þar til þetta er molnað. Bætið við 3 msk af vatni, bætið svo við meira vatni eftir þörfum, einni msk í einu þar til þið eruð komin með góða deigbollu. Passið bara að setja ekki of mikið, þess vegna mæli ég með 1 msk í einu, því þetta kemur svo allt í einu. Setjið í plast og kælið í hálftíma eða allt að 24 klst. Hitið ofn í 180°c. Rúllið út deig og skerið út litla gullfiska eða t.d litla hringi ef þið eruð ekki með gullfiskaform. Mínir fiskar voru um 2.5 cm á lengd. Brjótið enda á tannstöngli til að gera augu og notið endann einnig til að gera munn. Ég var sem heppin að vera með listrænan hjálparkokk við gerð fiskanna. Hér er svo hægt að setja plötuna með fiskunum inn í ísskáp og kæla í korter en það er þó ekki nauðsynlegt, það er gert til þess að lögun þeirra haldi sér frekar við baksturinn segja þeir fróðu. Bakið í 13-18 mín við 180°c. Geymist í lokuðu íláti í allt að viku, en langbest nýbakað. Heimagert fiskaform Takið ykkur áldós, klippið hana í tvennt, um hana miðja og því næst í 1-2 cm þykkan strimil. Mótið úr honum gullfisk sem þið límið saman með límbandi. Ef skilin eru að detta í sundur þar sem þið beyglið álið saman setjið þá límband þar líka þar, t.d þar sem nefið er og sporðurinn. Þetta er frábær aðferð til að gera lítil heimagerð kökuskurðarmót í hvaða formi sem manni dettur í hug.Soffía heldur úti matarblogginu Húsið við sjóinn, þar má finna fleiri skemmtilegar uppskriftir. Smákökur Uppskriftir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Gullfiskakexið er gott í drekkutímann.Myndir/Soffía Gísladóttir Ég er alltaf að leita að skemmtilegum uppskriftum af mauli eða einhverju með drekkutímanum, eitthvað sem inniheldur ekki alltaf 2 dl af sykri. Ég datt svo niður á skemmtilega uppskrift af gullfiskakexi sem sló í gegn en það er engin sykur í uppskriftinni. Krakkarnir geta tekið þátt í bakstrinum og dundað sér við það að búa til á þá augu og munn. Talandi um gullfiska. Ég fór á gullfiskaveiðar í Malawi. Mér hafði verið boðið í mat um kvöldið og að deginum til hitti ég gestgjafa kvöldsins þar sem hann var á leið út á vatn að ná sér í gullfiska og spurði hvort við vinirnir vildum ekki koma með og hjálpa til við veiðarnar. Það var ekki spurning. Þegar á staðinn var kominn stöðvuðum við bátinn og hentum okkur út í vatnið til að hefja veiðar. Ég hafði fastlega gert ráð fyrir að við værum að fara að veiða í matinn fyrir veislu kvöldsins. Og þegar ég fór að minnast á hvað þetta væru litlir fiskar, og velta fyrir mér hvernig hugsanlega væri hægt að matreiða þá, þá komst ég að því að við vorum nú bara að veiða í gullfiskabúrið ....vandræðalegt! Innihald: 1 bolli hveiti 4 msk kalt smjör, skorið í smáa bita 200 g Cheddar ostur 3/4 tsk salt 1/2 tsk svartur ferskur pipar 1 tsk lyftiduft Smá vatn (5-8 msk) Setjið hveiti,salt, pipar og lyftiduft í matvinnsluvél, hristið þessu aðeins saman. Bætið við osti og smjöri og mixið þar til þetta er molnað. Bætið við 3 msk af vatni, bætið svo við meira vatni eftir þörfum, einni msk í einu þar til þið eruð komin með góða deigbollu. Passið bara að setja ekki of mikið, þess vegna mæli ég með 1 msk í einu, því þetta kemur svo allt í einu. Setjið í plast og kælið í hálftíma eða allt að 24 klst. Hitið ofn í 180°c. Rúllið út deig og skerið út litla gullfiska eða t.d litla hringi ef þið eruð ekki með gullfiskaform. Mínir fiskar voru um 2.5 cm á lengd. Brjótið enda á tannstöngli til að gera augu og notið endann einnig til að gera munn. Ég var sem heppin að vera með listrænan hjálparkokk við gerð fiskanna. Hér er svo hægt að setja plötuna með fiskunum inn í ísskáp og kæla í korter en það er þó ekki nauðsynlegt, það er gert til þess að lögun þeirra haldi sér frekar við baksturinn segja þeir fróðu. Bakið í 13-18 mín við 180°c. Geymist í lokuðu íláti í allt að viku, en langbest nýbakað. Heimagert fiskaform Takið ykkur áldós, klippið hana í tvennt, um hana miðja og því næst í 1-2 cm þykkan strimil. Mótið úr honum gullfisk sem þið límið saman með límbandi. Ef skilin eru að detta í sundur þar sem þið beyglið álið saman setjið þá límband þar líka þar, t.d þar sem nefið er og sporðurinn. Þetta er frábær aðferð til að gera lítil heimagerð kökuskurðarmót í hvaða formi sem manni dettur í hug.Soffía heldur úti matarblogginu Húsið við sjóinn, þar má finna fleiri skemmtilegar uppskriftir.
Smákökur Uppskriftir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira