Ekki fleiri tölvuleikir í nafni Tiger Woods Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. október 2013 13:44 Tölvuteiknaður Tiger í góðri sveiflu. Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá. Leikjavísir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá.
Leikjavísir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira