Loka hraðbrautum í Peking vegna mengunar Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 08:45 Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent