Viðskipti innlent

Bandbreidd hjá Símanum margfaldast

Við undirskrift samningins á milli Símans og Farice.
Við undirskrift samningins á milli Símans og Farice.
Síminn hefur samið við Farice um að tryggja netsamband Símans við umheiminn til ársloka 2019. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir Símann fá margfalda bandbreidd úr landi á við það sem nú er.

„Samningurinn tryggir okkur bandbreidd um þrjá sæstrengi: Í gegnum FARICE-1  og DANICE strengina til Evrópu en einnig um Greenland Connect, til Norður-Ameríku,“ segir Sævar Freyr.

„Síminn hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við Farice um árabil og með þessum samningi styrkjum við enn frekar samband okkar við umheiminn. Markmið okkar er alveg skýrt; að viðskiptavinir Símans geti alltaf treyst því að þeir fái bestu mögulegu tengingar á samkeppnishæfu verði og að öryggi sé tryggt.“

Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, segir ánægjulegt að Síminn meti gæði þjónustu Farice að verðleikum með gerða þessa samnings sem skapar aukið svigrúm til hagsbóta fyrir viðskiptavini Símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×