Innlent

Norðmaður vann rúmar 106 milljónir í Víkingalottó

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Einn var með sex réttar tölur í röð í Jókernum, sá fær tvær milljónir,
Einn var með sex réttar tölur í röð í Jókernum, sá fær tvær milljónir,
Norðmaður var með allar sex tölurnar réttar í Víkingalottói kvöldsins. Hann hlýtur rúmlega 106,6 milljónir króna í vinning.

Einn var með allar tölurnar réttar í Jóker kvöldsins, í réttri röð og hlaut sá vinning upp á tvær milljónir króna. Miðinn var seldur í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík.

Einnig voru þrír með fjórar tölur í réttri röð, einn miðinn er í áskrift en annar var keyptur á síðunni lotto.is. Þriðji miðinn var seldur í Samkaup Úrvali við Tryggvagötu á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×