Innlent

Bakkavararbræður töpuðu ærumeiðingarmáli

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundsson.
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundsson. Mynd/Hari
DV og fréttastjórinn Ingi Freyr Vilhjálmsson voru í dag sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur af ærumeiðandi ummælum.

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, einnig þekktir sem Bakkavararbræður, stefndu blaðinu fyrir ummæli í leiðara Inga Freys frá 24. október 2012 en töldu bræðurnir að leiðarinn kynti undir andúð í þeirra garð vegna þátttöku í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu hér á landi og vísuðu til laga um fjölmiðla þar sem segir að hatursáróður sé bannaður í fjölmiðlum.

Héraðsdómur tók ekki undir sjónarmið bræðranna og var þeim að auki gert að greiða 700 þúsund króna málskostnað.

Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, sagði í þetta hafa verið einu mögulega dómsniðurstöðuna í málinu viðtali við Vísi.

Vísir greindi frá því í dag að sérstakur saksóknari hafi ákært Lýð og Sigurð Valtýsson fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×