Viðskipti innlent

Högnuðust um fjóra milljarða á mánuði

Haraldur Guðmundsson. skrifar
Samanlagður hagnaður bankanna þriggja var  um fjórir milljarðar á mánuði.
Samanlagður hagnaður bankanna þriggja var um fjórir milljarðar á mánuði.
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 223,4 milljarða króna frá ársbyrjun 2009 til loka júní á þessu ári. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion Banka, var því um 4,13 milljarðar á mánuði þá 54 mánuði sem um ræðir, eða um 136 milljónir króna á dag.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem vitnað er í tölur úr ársreikningum, ársskýrslum bankanna og uppgjöri þeirra fyrir fyrri hluta þessa árs.

Þar segir að Íslandsbanki hafi hagnast mest á umræddu tímabili, eða um tæplega 90 milljarða króna. Þar á eftir kom Landsbankinn með um 74 milljarða króna og Arion Banki með 60 milljarða.    






Fleiri fréttir

Sjá meira


×