Lífið

Vala Grand og Eyjó staðfesta ástina

Ellý Ármanns skrifar
Vala Grand og Eyjólfur Svan tilkynntu trúlofun sína á Facebook í byrjun september eftir að þau lögðu allar deilur til hliðar.   Nú hefur parið fengið sér húðflúr sem sýnir að um sanna ást er að ræða. Eyjólfur lét setja nafn Völu á brjóstið á sér og Vala lét sömuleiðis húðflúra nafnið hans á bak sitt.

Vala Grand skrifaði eftirfarandi skilaboð á Facebooksíðuna sína með myndum sem teknar voru á Classic Tattoo Reykjavík á meðan parið lét húðflúra sig: „Elska þig Eyjó Svan your mine forever and i am yours for ever."

Eins og sjá má á myndum eru nöfnin skrifuð með fallegri tengiskrift.

Sönn ást: Eyjó Svan og Vala Grand.
Classic Tattoo Reykjavík






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.