Frakkar stæla Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 10:15 Cévennes Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent
Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent