Audi vill hreyfanleg stefnuljós til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 10:30 Stefnuljósin kvikna í hreyfanlegri línu í beygjuátt. Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent
Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent