Volkswagen túrbínuvæðir alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 14:50 Volkswagen 1,8 TSI með túrbínu Engu máli skiptir hvort um er að ræða bensín- eða díslvélar í bílum Volkswagen, þær verða brátt allar með túrbínu. Mun þetta gerast á næstu þremur til fjórum árum. Helsta ástæða þessa er náttúrulega baráttan við eyðslutölur. Það er ekki bara hjá Volkswagen sem vélum með túrbínum fer fjölgandi, heldur hjá flestum bílaframleiðendum. Ford hefur reyndar líst því sama yfir, brátt verður engin vél frá þeim túrbínulaus. Sem dæmi, þá seldust um 2,1 milljón bíla með túbínu í Bandaríkjunum í fyrra, en nú í ár verða þeir um 3 milljónir. Það er ekki bara í formi túrbínudrifinna bíla sem Volkswagen berst við kröfunum um minni mengun bíla sinna, heldur einnig með Hybrid og rafmagnsbílum. Á næsta ári mun Volkswagen bílafjölskyldan, sem inniheldur fjöldamörg bílamerki, kynna 7 nýja slíka bíla. Kröfur almennings og stjórnvald eru því að hafa mestu áhrif allra þátta á þróun bíla nú sem og á undanförnum árum. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Engu máli skiptir hvort um er að ræða bensín- eða díslvélar í bílum Volkswagen, þær verða brátt allar með túrbínu. Mun þetta gerast á næstu þremur til fjórum árum. Helsta ástæða þessa er náttúrulega baráttan við eyðslutölur. Það er ekki bara hjá Volkswagen sem vélum með túrbínum fer fjölgandi, heldur hjá flestum bílaframleiðendum. Ford hefur reyndar líst því sama yfir, brátt verður engin vél frá þeim túrbínulaus. Sem dæmi, þá seldust um 2,1 milljón bíla með túbínu í Bandaríkjunum í fyrra, en nú í ár verða þeir um 3 milljónir. Það er ekki bara í formi túrbínudrifinna bíla sem Volkswagen berst við kröfunum um minni mengun bíla sinna, heldur einnig með Hybrid og rafmagnsbílum. Á næsta ári mun Volkswagen bílafjölskyldan, sem inniheldur fjöldamörg bílamerki, kynna 7 nýja slíka bíla. Kröfur almennings og stjórnvald eru því að hafa mestu áhrif allra þátta á þróun bíla nú sem og á undanförnum árum.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent