Þorsteinn harðorður í garð forseta Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2013 13:30 Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra er harðorður í garð forseta Íslands og hörðustu andstæðinga viðræðna við Evrópusambandið í grein í Fréttablaðinu í dag. Mynd/365 Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra er harðorður í garð forseta Íslands og hörðustu andstæðinga viðræðna við Evrópusambandið í grein í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn rifjar upp þegar Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir við setningu Alþingis að Evrópusambandið hvorki vildi né gæti samið um aðild Íslands. En þá hafi verið 40 ár frá því Bjarni Benediktsson eldri og fyrrverandi forsætisráðherra sagði í ritgerð „að virðing smáþjóða stæði yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra“. Þessi orð lýsi gjörólíkum stjórnmálaleiðtogum, gagnstæðri hugmyndafræði og ósamræmanlegum sjónarmiðum um hvernig Ísland tryggir best hagsmuni sína í heimi þar sem fullveldi og efnahagslegar framfarir ráðast í vaxandi mæli af samvinnu þjóða. Orð Bjarna standi enn, en eftir fund með kanslara Þýskalands í sumar hafi forsetinn þurft að kokgleypa ummæli sín. Þá hafi hann umsvifalaust snúið við blaðinu og sagst hafa meint að Ísland gæti ekki samið um aðild. Sá böggull fylgi skammrifi að smáni forsetinn sjálfan sig geri hann þjóðinni um leið sömu skömm. Það segi sína sögu að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi gefið blessun ríkisstjórnarinnar fyrir báðum útgáfum forsetans um getuleysi og andstöðu við að semja um mögulega aðild Íslands. Þorsteinn segir ekki ofsögum sagt að Bjarni Benediktsson hafi í raun verið faðir þeirrar samstöðu þriggja stjórnmálaflokka um grundvöll utanríkisstefnunnar sem fylgt var allan síðari hluta tuttugustu aldar. Nú í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar ráði hugmyndafræði Ólafs Ragnars Grímssonar. Æðstu sporgöngumenn forsetans í andstöðunni við að láta reyna á aðildarsamninga staðhæfi í síbylju að Ísland muni tapa fullveldinu í þeim viðræðum. Sumir trúi því. En væri það rétt gæti enginn ærlegur Íslendingur varið, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að halda áfram. Hugsunin að baki slíkum málflutningi sé að byrja á því að semja við sjálfan sig um verstu hugsanlegu niðurstöðu úr samningum við aðrar þjóðir. Sú heimasmíð sé síðan notuð til að telja mönnum trú um hversu varasamur gagnaðilinn sé. Í raun lýsi þetta þjóðlegri minnimáttarkennd sem brjótist út í hroka.Greinina má lesa hér. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra er harðorður í garð forseta Íslands og hörðustu andstæðinga viðræðna við Evrópusambandið í grein í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn rifjar upp þegar Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir við setningu Alþingis að Evrópusambandið hvorki vildi né gæti samið um aðild Íslands. En þá hafi verið 40 ár frá því Bjarni Benediktsson eldri og fyrrverandi forsætisráðherra sagði í ritgerð „að virðing smáþjóða stæði yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra“. Þessi orð lýsi gjörólíkum stjórnmálaleiðtogum, gagnstæðri hugmyndafræði og ósamræmanlegum sjónarmiðum um hvernig Ísland tryggir best hagsmuni sína í heimi þar sem fullveldi og efnahagslegar framfarir ráðast í vaxandi mæli af samvinnu þjóða. Orð Bjarna standi enn, en eftir fund með kanslara Þýskalands í sumar hafi forsetinn þurft að kokgleypa ummæli sín. Þá hafi hann umsvifalaust snúið við blaðinu og sagst hafa meint að Ísland gæti ekki samið um aðild. Sá böggull fylgi skammrifi að smáni forsetinn sjálfan sig geri hann þjóðinni um leið sömu skömm. Það segi sína sögu að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi gefið blessun ríkisstjórnarinnar fyrir báðum útgáfum forsetans um getuleysi og andstöðu við að semja um mögulega aðild Íslands. Þorsteinn segir ekki ofsögum sagt að Bjarni Benediktsson hafi í raun verið faðir þeirrar samstöðu þriggja stjórnmálaflokka um grundvöll utanríkisstefnunnar sem fylgt var allan síðari hluta tuttugustu aldar. Nú í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar ráði hugmyndafræði Ólafs Ragnars Grímssonar. Æðstu sporgöngumenn forsetans í andstöðunni við að láta reyna á aðildarsamninga staðhæfi í síbylju að Ísland muni tapa fullveldinu í þeim viðræðum. Sumir trúi því. En væri það rétt gæti enginn ærlegur Íslendingur varið, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að halda áfram. Hugsunin að baki slíkum málflutningi sé að byrja á því að semja við sjálfan sig um verstu hugsanlegu niðurstöðu úr samningum við aðrar þjóðir. Sú heimasmíð sé síðan notuð til að telja mönnum trú um hversu varasamur gagnaðilinn sé. Í raun lýsi þetta þjóðlegri minnimáttarkennd sem brjótist út í hroka.Greinina má lesa hér.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira