Áhorfendur vilja hafa stjórnina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 19:28 Kevin Spacey leikur aðalhlutverkið í hinni vinsælu bandarísku þáttaröð House of cards Kevin Spacey segir afþreyingarveituna Netflix vera framtíðina í miðlun sjónvarpsþátta og kvikmynda. Engin sjónvarpsstöð vildi framleiða hina vinsælu þætti House of cards, þar sem leikarinn leikur aðalhlutverkið og nema gera prufuþátt fyrst (e. pilot) en Spacey segir prufuþætti drepa niður söguþráðinn. Kevin Spacey hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk í sjónvarpsgeiranum í Bretlandi á dögunum. Þar þakkar hann Netflix fyrir vinsældir sjónvarpsþáttaraðarinnar House of cards. „Við vildum ekki gera prufuþátt því við vildum segja sögu sem tekur langan tíma að segja. Marglaga sögu með flóknum persónum og samböndum sem tæki tíma fyrir áhorfandann að skilja. Í prufuþáttum þarf að uppljóstra svo miklu á 45 mínútum til að þáttaröðin sé metin líkleg til vinsælda. Netflix var eina stöðin sem trúði á okkur án þess að gera prufuþátt fyrst,“ segir leikarinn. Spacey segir áhorfendur í dag vilji hafa stjórnina og hafa frelsi þegar það kemur að sjónvarpsefni. Fyrsta þáttaröðin af House of cards kom út í heilu lagi 1. febrúar á þessu ári og var fáanleg á Netflix. Aðdáendur þáttanna gátu því horft á alla seríuna í einum rykk. „Slík dreifing á efni hefur kennt okkur það sem tónlistarbransinn lærði ekki: Að gefa fólki það sem það vill, þegar það vill það, á því formi sem það vill og á sanngjörnu verði. Þá er líklegra að fólk borgi fyrir efnið í stað þess að stela því á netinu.“ Spacey segir krakka í dag finna engan mun á miðlun kvikmynda og sjónvarpsþátta. Það skiptir ekki máli hvar þau horfa á það eða hvernig. Það eina sem skiptir máli er góður söguþráður. „Áhorfendur hafa talað. Það sem skiptir máli er góð saga, gott efni. Þá munu þeir segja vinum sínum frá því, tala um það á hárgreiðslustofunni og í strætó. Þeir munu tísta, mæla með því á Facebook, blogga um það, búa til aðdáendasíður, búa til fyndnar myndir og setja á instagram og guð veit ekki hvað. Þeir styðja góðar sögur með ástríðu og einlægni sem við höfum ekki kynnst áður.“ Kevin Spacey hvetur kvikmyndagerðamenn og sjónvarpsstöðvastarfsmenn til að horfa til framtíðar og hætta að setja miðilinn í aðalhlutverk. „Allt sem við þurfum að gera er að gefa áhorfendum þessar góðu sögur. Markaðurinn er beint fyrir framan okkur, stærri og betri en nokkurn tíma áður. Því er það enn skammarlegra fyrir hvert og eitt okkar ef við teygjum okkur ekki fram og grípum tækifærið,“ segir Kevin Spacey. Netflix hefur verið að hasla sér völl hér á Íslandi undanfarið og er talað um að yfir 20.000 Íslendinga noti miðilinn til að ná sér í afþreyingu. Netflix Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kevin Spacey segir afþreyingarveituna Netflix vera framtíðina í miðlun sjónvarpsþátta og kvikmynda. Engin sjónvarpsstöð vildi framleiða hina vinsælu þætti House of cards, þar sem leikarinn leikur aðalhlutverkið og nema gera prufuþátt fyrst (e. pilot) en Spacey segir prufuþætti drepa niður söguþráðinn. Kevin Spacey hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk í sjónvarpsgeiranum í Bretlandi á dögunum. Þar þakkar hann Netflix fyrir vinsældir sjónvarpsþáttaraðarinnar House of cards. „Við vildum ekki gera prufuþátt því við vildum segja sögu sem tekur langan tíma að segja. Marglaga sögu með flóknum persónum og samböndum sem tæki tíma fyrir áhorfandann að skilja. Í prufuþáttum þarf að uppljóstra svo miklu á 45 mínútum til að þáttaröðin sé metin líkleg til vinsælda. Netflix var eina stöðin sem trúði á okkur án þess að gera prufuþátt fyrst,“ segir leikarinn. Spacey segir áhorfendur í dag vilji hafa stjórnina og hafa frelsi þegar það kemur að sjónvarpsefni. Fyrsta þáttaröðin af House of cards kom út í heilu lagi 1. febrúar á þessu ári og var fáanleg á Netflix. Aðdáendur þáttanna gátu því horft á alla seríuna í einum rykk. „Slík dreifing á efni hefur kennt okkur það sem tónlistarbransinn lærði ekki: Að gefa fólki það sem það vill, þegar það vill það, á því formi sem það vill og á sanngjörnu verði. Þá er líklegra að fólk borgi fyrir efnið í stað þess að stela því á netinu.“ Spacey segir krakka í dag finna engan mun á miðlun kvikmynda og sjónvarpsþátta. Það skiptir ekki máli hvar þau horfa á það eða hvernig. Það eina sem skiptir máli er góður söguþráður. „Áhorfendur hafa talað. Það sem skiptir máli er góð saga, gott efni. Þá munu þeir segja vinum sínum frá því, tala um það á hárgreiðslustofunni og í strætó. Þeir munu tísta, mæla með því á Facebook, blogga um það, búa til aðdáendasíður, búa til fyndnar myndir og setja á instagram og guð veit ekki hvað. Þeir styðja góðar sögur með ástríðu og einlægni sem við höfum ekki kynnst áður.“ Kevin Spacey hvetur kvikmyndagerðamenn og sjónvarpsstöðvastarfsmenn til að horfa til framtíðar og hætta að setja miðilinn í aðalhlutverk. „Allt sem við þurfum að gera er að gefa áhorfendum þessar góðu sögur. Markaðurinn er beint fyrir framan okkur, stærri og betri en nokkurn tíma áður. Því er það enn skammarlegra fyrir hvert og eitt okkar ef við teygjum okkur ekki fram og grípum tækifærið,“ segir Kevin Spacey. Netflix hefur verið að hasla sér völl hér á Íslandi undanfarið og er talað um að yfir 20.000 Íslendinga noti miðilinn til að ná sér í afþreyingu.
Netflix Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira