Sport

Aðeins 1.500 miðar eftir á landsleikinn

Kristján Hjálmarsson skrifar
Íslenska lansliðið í knattspyrnu stendur ágætlega að vígi í undankeppninni.
Íslenska lansliðið í knattspyrnu stendur ágætlega að vígi í undankeppninni.
Aðeins 1.500 miðar eru eftir á leik Íslands og Albaníu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Alls komast 10 þúsund manns á leikinn en að sögn Þóris Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, er þegar búið að selja um 8.500 miða.

„Það er bara allt að vera uppselt,“ segir Þórir.

Eins og fram hefur komið á íslenska liðið í harðri baráttum um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Brasilíu á næsta ári. Íslenska liðið gerði jafntefli við Sviss á útivelli um síðustu helgi þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fór á kostum og skoraði þrjú mörk.

Sviss er efst í riðlinum með fimmtán stig en Ísland á í harðri baráttu við Noreg og Albaníu um annað sætið.

Öll liðin í riðlinum eiga þrjá leiki eftir. Ísland á eftir leiki við Kýpur á heimavelli og Noreg á útivelli.

Miða á landsleikinn má nálgast hjá miða.is.


Tengdar fréttir

Haukur Páll inn fyrir Emil og Gunnar Heiðar

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur bætt Hauki Páli Sigurðssyni, úr Val, inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Albaníu annað kvöld.

Kominn tími á tvö góð úrslit í röð

Það hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í undankeppni HM í fótbolta. Strákarnir þurfa að brjóta hefðina til þess að halda HM-draumnum á lífi annað kvöld.

Marriner dæmir leik Íslands og Albaníu

Englendingurinn Andre Marriner mun dæma landsleik Íslands og Albaníu í undankeppni HM í Brasilíu annað kvöld en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum.

Jóhann Berg nýtti sér hægri kantinn eins og Arjen Robben

Frammistaða Jóhanns Berg Guðmundssonar á móti Sviss var svo sannarlega á milli tannanna á fólki um helgina enda engin venjuleg þrenna á ferðinni – þrjú stórglæsileg mörk á útivelli á móti einu sterkasta landsliði Evrópu í dag.

Gylfi: Fáum vonandi fullan völl

"Frammistaðan okkar í Sviss var mjög sveiflukennd og menn geta ekkert misst sig í gleðinni, þetta var bara eitt stig og núna verða menn að halda áfram,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Vísi fyrr í dag.

Utan vallar: Mætum og styðjum

Flestir muna væntanlega hvar þeir voru föstudagskvöldið 6. september. Þeir sömu munu muna það eftir fimm ár, tíu ár og líklega allt þar til þeir yfirgefa þennan heim.

Átta leikmenn á hættusvæði

Fjölmargir leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald í viðureign Íslands og Albaníu í undankeppni HM 2014 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×